HEIM Á NÝ – Tónlistarveisla til stuðnings Grindvíkingum

Það er flestum sameiginlegt að hafa samkennd og samúð með fólki, sem lífið hefur sett á hvolf. – Hugsum okkur fólkið í Grindavík, sem hefur valið sér þann frábæra stað til að búa á, byggt sér þar hús, eignast samfélag, staðið saman í blíðu og stríðu, og unað sér þar með vinum og fjölskyldum. – […]

Tónleikar á laugardag í Safnaðarheimilinu

Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Reykjavíkur ætla að bjóða til tónleika í Safnaðarheimilinu laugardaginn 16.mars kl.16.00. Um er að ræða snarpa tónleika þar sem efnisskráin verður byggð upp á léttum íslenskum og breskum lögum að þessu sinni en sveitirnar héldu tónleika með svipuðu sniði í fyrra, bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík og var gerður góður rómur […]

HEIM Á NÝ

Eyjatónleikar í Höllinni föstudagskvöldið 3. maí kl. 20.00 Styrktartónleikar og styrktarsöfnun Eyjamanna fyrir Grindvíkinga! Vestmannaeyjar 1973 Blákaldur veruleikinn sló okkur Eyjamenn um miðjan vetur 1973.  Á fallegu en köldu vetrarkvöldi byrjuðu Eyjarnar aðeins að hristast, þó ekki þannig að fólk hafi endilega reiknað með því að innan örfárra klukkustunda myndi Eyjan rifna upp og gos […]

Óperutónleikar í Eldheimum

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur óperutónleika í Eldheimum föstudaginn 29. september kl. 19:00. Aðalsöngvari tónleikanna er Eyjamaðurinn og tenórinn Alexander Jarl Þorsteinsson en auk hans koma Monica Iusco sópran og Kvennakór Vestmannaeyja fram með hljómsveitinni. Fluttar verða margar af helstu perlum óperusögunnar sem sumar hverjar hafa verið í uppáhaldi hjá Alexander Jarli frá unga aldri eða allt […]

Kór Lindakirkju í Höllinni

Kór Lindakirkju ásamt hljómsveit heldur gospeltónleika laugardaginn 23.september, kl. 17, í Höllinni í Vestmannaeyjum. Kórinn þarf vart að kynna en hann hefur starfað undir stjórn gospel snillingsins, Óskars Einarssonar í rúm 13 ár. Sungið er í messum í Lindakirkju á sunnudagskvöldum og einnig hefur kórinn tekið þátt í ýmsum verkefnum, s.s. Jesus Christ Superstar og […]

Ungt tónlistarfólk í fremstu röð heimsótti Eyjar

Hin virta YCO, Youth Chamber Orchestra, strengjasveit ungmenna frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum hélt glæsilega tónleika í Eldheimum í gær. Á efnisskránni voru þættir úr strengjakvartettum, píanótríóum og kvintettum eftir Beethoven, Brams, Grieg, Mendelsohn og Schubert. Einnig var leikið verkið “Islands” en Snorri Sigfús Birgisson samdi verkið fyrir YCO og tileinkaði það stjórnanda hljómsveitarinnar Aaron Picht. Verkið […]

STÓRTÓNLEIKAR Á STÓRA TÍMAMÓTAÁRINU í ELDHEIMUM

Hin virta YCO, Youth Chamber Orchestra, strengjasveit ungmenna frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum heldur tónleika í Eldheimum í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 15. júní kl. 17. Það er mikill heiður og fengur að fá þetta fjölhæfa fólk til að spila í Vestmannaeyjum. Á efnisskránni eru þættir úr strengjakvartettum, píanótríóum og kvintettum eftir Beethoven, Brams, Grieg, Mendelsohn og Schubert.. […]

Skemmtilegt samspil eyjasveita

Það var glatt á hjalla í bæjarleikhúsinu í Kviku í gærkvöldi. Þá fóru fram glæsilegir tónleikar þar sem fram komu Skólalúðrasveit Vestmannaeyja eldri deild, ásamt skólahljómsveit Tónlistarskólans í Vágum í Færeyjum sem er hér í heimsókn þessa dagana. Einnig kom fram popphljómsveit og jasshljómsveit Tónlistarskólans í Vágum. Tónleikunum lauk með samspili beggja sveitanna. Á efnisskránni […]

Melancholia, ný plata frá Merkúr “sándið hefur þyngst”

Peyjarnir í Merkúr voru að gefa út nýja plötu sem ber nafnið “Melancholia”. “Þessi plata hefur verið í vinnslu hjá okkur í kringum 2 ár og því er það mikill léttir og mikil spenna að setja hana loksins í loftið. Vanalega hefur það verið þannig að Arnar sé aðalsöngvarinn og að spila öll sóló á […]

Á heimaslóð

Næstkomandi föstudag, hinn 21. okt. eru liðin 110 ár frá fæðingu Alfreðs. Af því tilefni efnir Sögusetrið 1627 til samkomu í Sanaðarheimili Landakirkju kl. 17 þar sem Alfreðs verður minnst og kynnt verður útgáfa 14 laga hans við ljóð ýmissa vina hans og samtímamanna. Ýmsir listamenn flytja sýnishorn af lögum Alfreðs, fjallað verður um tónskáldið […]