Sjómenn hafna samningi

Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. Samningurinn var undirritaður hinn 9. febrúar síðast liðinn af forsvarsmönnum Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sjómenn höfðu þá verið án kjarasamnngs í þrjú ár. Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands segir […]

Hvetur útgerðir til að herða eftirlit og skimun

Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og herða eftirlit og skimun. Einhverjar útgerðir hafi það fyrir reglu að skima áhafnir fyrir brottför, en atburðir síðustu daga sýni nauðsyn þess að allir taki upp þá reglu. COVID-19 smit hafa komið upp á tveimur fiskiskipum síðustu daga. Allir skipverjar á […]

Glataðir milljarðar?

  Samninganefnd Sjómannasambands Íslands skorar á Íslensk stjórnvöld að láta fara fram óháða rannsókn á söluvirði afurða í Íslenskum sjávarútvegi. Miðað við fréttir undanfarinna mánaða má ætla að milliverðlagning á sjávarfangi sé mjög algeng. Ætla má að Íslenskt þjóðfélag verði af gríðarlegum fjármunum ef rétt reynist. Það er því skýlaus krafa samninganefndar Sjómannasambands Íslands að […]