Ríkið greiði að hámarki 800 milljón krónur fyrir vatnslögnina

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var meðal erinda á fundi bæjarstjórnar sl. fimmtudag. Þann 3. júlí sl., undirrituðu þau Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, viljayfirlýsingu um þátttöku ríkissjóðs í kostnaði við lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja. Fram kemur í fundargerð að almennt ber sveitarfélögunum skylda til að fullnægja vatnsþörf […]

Viljayfirlýsing um aðra vatnsleiðslu

„Það er gríðarlega ánægjulegt að það sé komin niðurstaða í þetta mál og ákaflega viðeigandi að skrifa undir á þessum stað og þessum degi. Það er hagsmunamál okkar Eyjamanna að hingað komi önnur vatnsleiðsla þannig að ég er glöð í dag,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum eftir að skrifað var undir viljayfirlýsingu um nýja […]

Þrýsta á nýja vatnslögn

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarráðs sem fram fór í gær. Þar kom fram að starfshópur, sem skipaður er fulltrúum Vestmannaeyjabæjar um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja, hefur átt í viðræðum við fulltrúa HS veitna, um undirbúning að lagningu nýrrar vatnslagnar. Jafnframt hefur Vestmannaeyjabær átt í viðræðum við innviðaráðuneytið um fjárhagslega aðkomu […]

Hér skapast almannavarnarástand ef vatnsöflun bregst

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið. Eyþór Harðarson, bæjarfulltrúi, fór yfir stöðu viðræðna f.h. starfshóps Vestmannaeyjabæjar, um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja, sem í sitja Íris Róbertsdóttir, Eyþór Harðarson, Angantýr Einarsson, Brynjar Ólafsson og Sigurjón Örn Lárusson, við innviðaráðuneytið og HS-veitur. Um er að ræða tvenns konar viðræður. […]

Stíft fundað um vatnslögn

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa haldið áfram viðræðum við hlutaðeigandi aðila um nýja vatnslögn til Vestmannaeyja. Bæjarráð skipaði þann 29. september sl., sérstakan starfshóp um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja og í þeim hópi eru þau Íris Róbertsdóttur, bæjarstjóri, Eyþór Harðarson, fulltrúi bæjarráðs, framkvæmdastjóri umhverfis- […]

Hefja undirbúning að lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja

Bæjarráð skipaði þann 29. september sl., sérstakan starfshóp um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja. Hópurinn er skipaður Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, Eyþóri Harðarsyni, fulltrúa bæjarráðs, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Þann 6. október sl., átti bæjarráð fund með stjórn og framkvæmdastjórn HS veitna, m.a. um nýja vatnsleiðslu til Vestmannaeyja. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar gerðu […]

Nauðsynlegt að leggja nýja vatnslögn milli lands og Vestmannaeyja

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom á fund bæjarráðs í hádeginu í dag til þess að greina frá þeirri vinnu sem átt hefur sér stað um greiningu á nauðsyn þess að koma fyrir nýrri neðansjávarvatnsleiðslu milli meginlandsins og Vestmannaeyja. Til þess að bæta öryggi heimila og fyrirtækja er nauðsynlegt að leggja nýja vatnslögn milli […]