Gul veður viðvörun

Spáð er vaxandi suðvestanátt í dag, með rigningu S- og V-lands en bjart með köflum á NA- og A-landi. Suðvestan 18-25 m/s síðdegis og úrkomuminna, hiti víða 7 til 13 stig. Dregur úr vindi seint í kvöld og kólnar. Suðvestan 10-18 og él á morgun, en léttskýjað NA- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig. […]

Bræla í kortunum (myndir)

Það hefur ekki farið framhjá Eyjamönnum að haustið er komið og veðrið verið í takt við það síðasta sókarhringinn. Herjólfur III siglir til Þorlákshafnar í dag og á morgun þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna bæði veðurs- og sjólags. Meðfylgjandi myndir tók Óskar Pétur af Herjólfi í gær. Veðurstofan gerir ráð fyrir að í […]

Bliki slitnaði frá bryggju í Klettsvík

Festar á bátnum Blikia slitnuðu frá bryggju í Klettsvík í morgunn með þeim afleiðingum að báturinn hekk á einum streng. Báturinn hefur verið staðsettur úti í víkinni og nýttur sem aðstaða fyrir starfsfólk Sea life trust. Tveir starfsmenn voru úti í kvínni þegar atvikið átti sér stað en voru ekki um borð. Það voru starfsmenn […]

Hæglætis haustveður í kortunum

Allt útlit er fyrir hæglætis veður næstu daga samkvæmt heimasíðu Veðurstofu Íslands. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað í dag, en suðaustan 5-13 m/s og stöku skúrir suðvestantil fram eftir degi. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn. Breytileg átt 3-10 og úrkomulítið í fyrramálið, en rigning austast, og dálitlar skúrir við vesturströndina. […]

Óvissa með siglingar næstu daga

Spáð er vaxandi suðlægum áttum á landinu næstu daga. Veðrið gæti haft áhrif á siglingar Herjólfs og var send af því tilefni eftirfarandi tilkynningu nú fyrir skemmstu. Farþegar athugið 19. – 21. September __Siglingar 19. september__ Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á meðan veður leyfir og stefnt á eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30 […]

Herjólfur þurfti að sæta lagi (myndband)

Herjólfur lenti í vandræðum við Landeyjahöfn nú fyrr í kvöld í að siglingu og þurfti frá að hverfa. Aðstæður voru erfiðar í kvöld en allar ferðir eftir hádegi í dag hafa fallið niður. Töluverður ótti greip um sig um borð í bátnum þegar skyndilega var beygt frá. Meðfylgjandi myndband sýnir fyrst þegar báturinn sneri við […]

Foktjón hjá Skipalyftunni

Foktjón varð hjá Skipalyftunni seinnipartinn í gær þegar stór iðnaðarhurð fauk upp á suður gafli hússins. Stefán Örn Jónsson yfirverkstjóri hjá fyrirtækinu áætlar að tjónið hafi orðið milli sex og sjö og segir guðs mildi að engin var við enn við vinnu sem í venjulegu árferði er ekkert óeðlilegt á þessum tíma. “Þetta er þannig […]

Brimurðin óþekkjanleg

Vegfarandi sem reglulega gengur um Brimurð og nágrenni segir fjöruna gjörbreytta eftir óveður síðustu vikna. Miklir jarðvegsflutningar hafi átt sér stað bæði af völdum vinds og af ágangi sjávar. Göngustígur frá bílastæði niður í fjöruna sé nær horfinn og mikil tilfærsla hafi orðið á grjóti og öðrum jarðvegi í fjörunni. Einnig má sjá á myndunum […]

Appel­sínu­gul veður­við­vörun í kvöld

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18:00 í kvöld og gildir til miðnættis. Austan stormur eða rok, 23-28 m/s og vindvhiður allt að 40 m/s. Fyrst austantil á svæðinu, einkum undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum en einnig með suðurströndinni seinna í kvöld. Stórhríð og skafrenningur. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, […]

Gul viðvörun eftir hádegi

Gert er ráð fyrir vonsku veðri á Suðurlandi í dag. Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 15-25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum þar sem vindstrengir geta staðbundið farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi um tíma, en við suðurströndina er snjókomubakki sem gæti borist inná land með samfeldari ofankomu og lélegu skyggni. Akstursskilyrði gætu […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.