Bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Í dag föstudag, kl. 12.00 fer fram bæjarstjórnarfund unga fólksins. Fundurinn, sem er öllum opinn og verður haldinn í bíósal Kviku er í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Eru það nemendur elstu bekkja skólans sem hafa veg og vanda af fundinum. Eftir fundinn verður boðið upp á pizzur. Hann stendur frá 12.00 til 13.30. Fundurinn er […]

Komum og kynnumst viðhorfum unga fólksins

Í dag föstudag, kl. 12.00 er bæjarstjórnarfund unga fólksins. Fundurinn, sem er öllum opinn og verður haldinn í bíósal Kviku er í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Eru það nemendur elstu bekkja skólans sem hafa veg og vanda af fundinum. Eva Sigurðardóttir og Guðbjörg Sól Sindradóttir eru meðal bæjarfulltrúa á fundinum og eru þær mjög spenntar. „Við […]

Opinn hátíðarfundur í Kviku í dag fimmtudag

Þann 14. febrúar 1919 var fyrsti fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja sem fengu kaupstaðarréttindi 1. janúar það ár. Af því tilefni býður bæjarstjórn til opins hátíðarfundar kl. 18:00-19:30 í aðalsal Kviku. Á fundinum verður tímamótanna minnst meðal annars með sérstakri hátíðarsamþykkt. Farið verður yfir sögu Eyjanna á sýningu á stóra tjaldinu í Kviku. Þar er […]

Sérstakur hátíðarstimpill á Pósthúsinu í dag

Hinn 7. febrúar gaf Íslandspóstur út sérstakt frímerki til minningar um 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Af því tilefni var sýning í Einarsstofu þar sem hönnuður frímerkisins, Hlynur Ólafsson, afhjúpaði og kynnti frímerkið. Einnig var sýnt úrval þeirra frímerkja sem eru í eigu bæjarins sem og kynntir þeir Vestmannaeyingar sem hafa hannað frímerki til útgáfu. Í […]

Allir grunnskólanemar í Eyjum með sýningu í Einarsstofu

Í gær opnaði bráðskemmtileg myndistasýning í Einarsstofu í Safnahúsi. Um er að ræða sýningu allflestra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnistökin eru saga Vestmannaeyja. Sýningin er hluti af dagskrá 100 kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar. Hver bekkur hefur sitt þema Fyrsti bekkur: Húsin í bænum. Annar bekkur: Þrettándatröll. Þriðji bekkur. Þjóðhátíð. Fjórði bekkur: Eyjafólk. Fimmti bekkur: Lundinn og […]

Vestmannaeyjar – 100 ára kaupstaðarafmæli

Þann 1. janúar sl. voru hundrað ár frá því að Vestmannaeyjar fengu kaupstaðarréttindi og verður þess minnst með ýmsum hætti út afmælisárið. Fyrr í þessari viku var opnuð sýning í Einarsstofu þar sem saga Eyjanna er skoðuð með augum grunnskólabarna. Sérstakur hátíðarfundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja verður fimmtudaginn, 14. febrúar nk. kl. 18:00 til 19:30, þegar […]

Saga Eyjanna með augum grunnskólanema

Í dag, þriðjudag klukkan 16.00 verður opnuð sýning í Einarsstofu á verkum flestallra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnið er sótt í sögu Eyjanna. Bjartey Gylfadóttir, myndlistarkennari segir sýninguna bæði fjölbreytta og skemmtilega. „Myndlist er skylda frá fyrsta upp í sjöunda bekk og eftir það er hún val hjá krökkunum,“ sagði Bjartey. „Upphafið var […]

Nemendur í GRV með myndlistasýningu

Nemendur í myndlist á öllum skólastigum Grunnskóla Vestmannaeyja verða með verk á myndlistarsýningu í Einarsstofu á morgun þriðjudaginn 12. febrúar. Tilefni sýningarinnar er 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Sýningin opnar klukkan 16 og væri mjög gaman fyrir krakkana ef þið sæjuð ykkur fært um að koma á opnunina og skoða hvað þau hafa verið að vinna […]

Þar sem bærinn kúrir í sínu stæði

Í gær opnaði sýningin, Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár. Kári Bjarnason opnaði sýninguna, Guðni Friðrik Gunnarsson hjálpaði til við undirbúning og sagði við opnunina í gær sýninguna uppistöðuna í sýningunni vera Átthagasafn Guðmundar Ingimundarsonar, sem hann og kona hans Jóhanna M. Guðjónsdóttir frá Hlíðardal færðu bænum að gjöf sumarið 1991 að lokinni Norrænni frímerkjasýningu í Reykjavík. […]

Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar gefur Íslandspóstur út frímerki. Á útgáfudeginum, 7. febrúar kl. 17:30 verður opnuð í Einarsstofu sýning þar sem hönnuður frímerkisins, Hlynur Ólafsson, afhjúpar og kynnir merkið. Guðni Friðrik Gunnarsson fjallar stuttlega um sýninguna að öðru leyti. Grunnur sýningarinnar er frímerkjasafn Guðmundar Ingimundarsonar, sem hann og kona hans, Jóhanna M. […]