Lokadagur 100 ára afmælis Vestmannaeyjabæjar – myndir
Lokadagur afmælis Vestmannaeyjabæjar var í gær og hófst með hljómleikum með Eyjapeyjanum Gissuri Páli þar sem Kitty Kovács lék undir með honum. Eyjastúlkan Hera Björk söng við undirleik Björns Thoroddsen gítarsnillings. Eftir hljómleikana var samkirkjuleg messa þar sem prestar úr Landakirkju og Hvítasunnukirkjunni hér í Eyjum auk presta frá Kaþólsku kirkjunni og Aðventistakirkjunni voru saman komnir. Að lokinni messunni var haldin veisla […]
Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt, Óskar Pétur í Einarsstofu kl. 13.00 á laugardaginn
Hugmynd Stefáns Jónassonar sem situr í afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar að fá ljósmyndara í bænum til að sýna Eyjamönnum og gestum það sem þeir og þær hafa verið að gera í gegnum árin fékk heldur betur byr undir vængi. Niðurstaðan er röð ljósmyndasýninga í Einarsstofu næstu þrettán laugardaga klukkan 13.00 til 14.30. Alls eru þátttakendur um 40. […]
Vilt þú sýna ljósmyndir af Vestmannaeyjum?
Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er boðið upp á röð ljósmyndasýninga Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu í Safnahúsi frá september til nóvember nk. Um verður að ræða 60-90 mín. dagskrá þar sem 1-3 ljósmyndarar í senn sýna um 150-200 ljósmyndir sem rúlla á stóru sýningartjaldi. Í samstarfi við Tónlistarskóla Vestmannaeyja verður […]
Afmælisrit í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins
Þegar afmælisnefnd í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar hóf formlega störf 10. september 2018 biðu hennar fjölmörg verkefni. Áður höfðu verið teknar ákvarðanir á vettvangi bæjarstjórnar um nokkur atriði sem tengjast afmælinu. Meðal fyrstu verkefna var að taka ákvörðun um með hvaða hætti þessara merku tímamóta væri minnst á prenti. Niðurstaðan var að gefa […]
Vestmannaeyjabær býður á kvikmyndahátíð
Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar er eyjaskeggjum og gestum boðið á kvikmyndahátíð. Um er að ræða myndbrot, kvikmyndir og heimildarmyndir um eða tengdar Vestmannaeyjum, en jafnframt er boðið til frumsýningar á nýrri íslenskri kvikmynd. Myndirnar sem í boði verða: Miðvikudaginn 8. mai 2019, kl. 17:30 Vestmannaeyjabær að fæðast (lifandi myndir frá fyrri hluta […]
Dagskráin heldur áfram
Það á að vera takmark okkar Eyjamanna allra að minnast 100 ára afmælis Vestmannaeyja með veglegum hætti. Starfandi er afmælisnefnd á vegum bæjarins sem skipulagt hefur dagskrána í stærstum dráttum en svo eru að detta inn viðburðir sem á einn eða annan hátt tengjast afmælisárinu. Dagskráin hófst strax á nýársdag með sýningu á safni Kjarvalsmynda […]
Vel sótt málþing um tækifæri og ógnanir Vestmannaeyja
Í gær var haldið málþing undir yfirskriftinni: Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Málþingið var einn af þeim dagskráliðum sem skipulagður var af afmælisnefnd bæjarins og var tilefnið 100 ára afmæli Vestmannaeyja kaupstaðar. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri setti málþingið og Sara Sjöfn Grettisdóttir ritstjóri Eyjafrétta var málþingsstjóri. Frummmælendur á málþinginu voru Dr. Ágúst Einarsson, […]
Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir
Í dag kl. 14.30 hefst í aðalsal Kviku málþing undir yfirskriftinni: Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Málþingið hefst kl. 14.30 og stendur til 16.30. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri setur málþingið. Húsið opnar kl. 14.00 og munu rúlla 200 ljósmyndir úr sögu Vestmannaeyja á tjaldi, hinar sömu og voru sýndar á hátíðarbæjarstjórnarfundinum á fimmtudaginn […]
Áhugavert málþing um stöðu Vestmannaeyja í nútíð og framtíð
Á sunnudaginn, 17. febrúar verður opið málþing í Kviku, bíósal í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar. Á málþingið mæta áhugaverðir fyrirlesarar en yfirskrift málþingsins er Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Málþingið hefst kl. 14.30 og stendur til 16.30. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri setur málþingið. Húsið opnar kl. 14.00 og munu rúlla 200 […]
Hátíðarfundur á 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar
Hátíðarfundur bæjarstjórnar var haldinn í gær 14. febrúar í bíósal Kviku. Fundurinn var sá 1543. í röðinni en í gær voru liðin slétt 100 ár frá fyrsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Fundinn sátu Elís Jónsson forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Helga Kristín Kolbeins aðalmaður, Íris Róbertsdóttir aðalmaður og Jóna Sigríður […]