Rannsókn á stöðu og líðan íbúa í Vestmannaeyjum af erlendum uppruna

Folk Margmenni2

Vestmannaeyjabær er að vinna að rannsóknarverkefni þar sem verið er að kanna líðan, þekkingu réttinda og hversu vel upplýsingar um réttindi og þjónustu stéttarfélaga og Vestmannaeyjabæjar berast til erlendra íbúa í Vestmannaeyjum.  Tilgangur rannsóknarinnar er að finna út hvað má bæta og laga. Okkur langar að hvetja erlenda íbúa í Vestmannaeyjum til að taka þátt […]

Dagný Hauksdóttir ráðin rannsókna- og þróunarstjóri Bláma

Dagný Hauksdóttir hef­ur verið ráðin rannsókna- og þróunarstjóri Bláma, sam­starfs­verk­efn­is Lands­virkj­un­ar, Orku­bús Vest­fjarða og Vest­fjarðastofu. Hlutverk hennar er að vinna að ný­sköp­un og þróun tæki­færa í orku­skipt­um. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Dagný starfaði áður sem skipulags- og umhverfisfulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ þar sem hún hafði m.a. umsjón með skipulagsgerð og mótun umhverfisstefnu fyrir […]

Númerslausa bíla burt

Undanfarin ár hefur verið unnið að því að fjarlægja númerslausa bíla af götum bæjarins sem og af lóðum. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Á næstunni hefst vinna við að fjarlægja númerslausar bifreiðar af lóðum og götum bæjarins og er búið að líma aðvörunarmiða á bifreiðarnar með lokafresti til að fjarlægja þær. Fyrirtækið Vaka […]

Thelma Rós ráðinn verkefnastjóri í öldrunarþjónustu

Staða verkefnastjóra í öldrunarþjónustu var auglýst laus til umsóknar í maí sl. Verkefnastjóri í öldrunarþjónustu vinnur með þróun, samhæfingu, eftirlit og sérhæfingu í málaflokki öldrunarmála í samráði við yfirmann og í samræmi við stefnumótun sveitarfélagsins, leiðarljós og markmið fjölskyldu- og fræðslusviðs. Samtals sóttu fjórir umsækjendur um stöðu verkefnastjóra í öldrunarþjónustu hjá fjölskyldu- og fræðslusviði. Eftir […]

Samræmdur opnunartími bæjarskrifstofa Vestmannaeyja

Ákveðið hefur verið að samræma opnunartíma bæjarskrifstofa Vestmannaeyja (þ.e. stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Bárustíg 15, fjölskyldu- og fræðslusviðs, Rauðagerði og umhverfis- og framkvæmdasviðs við höfnina). Opnunartími: Mánudagur til fimmtudags: 08:00 – 15:00 Föstudagur 08:00 – 13:00 Opið verður í hádeginu Jafnframt er bent á að hægt er að senda fyrirspurnir með tölvupósti á postur@vestmannaeyjar.is og til einstakra starfsmanna. […]

Verkefnið “Vestmannaeyjar, vettvangur sjávarlíftækni á Íslandi” hlýtur styrk

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra kynnti í dag um 29 verkefni sem fá úthlutun úr Lóu-nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Styrkirnir voru auglýstir í febrúar en alls bárust 236 umsóknir í Lóu. Í þessari fyrstu úthlutun fá verkefnin styrki sem nema rúmum 147 milljónum króna. Af þessum 29 verkefnum hlaut verkefnið “Vestmannaeyjar, vettvangur sjávarlíftækni á Íslandi” 10 […]

Vestmannaeyjabær fær jafnlaunavottun

Í dag afhenti Sigurður M Harðarson frá iCert vottunarstofu, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, skírteini til staðfestingar á vottun jafnlaunastjórnunarkerfis Vestmannaeyjabæjar. Með skírteininu er staðfest að Jafnlaunastjónunarkerfi Vestmannaeyjabæjar sé í samræmi við jafnlaunastaðal IST 85 og hefur Jafnréttisstofu staðfest vottunina. Vestmannaeyjabær bætist þar með á lista þeirra 300 fyrirtækja og stofnana sem hlotið hafa jafnlaunavottun á Íslandi. […]

Niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar

Forseti bæjarstjórnar Elís Jónsson las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku, helstu niðurstöður má sjá hér að neðan: a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2020: Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -156.231.000 Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -60.211.000 Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 12.405.835.000 Eigið fé kr. 6.969.004.000 Samstæða […]

Síðasti dagurinn til að sækja um sumarstörf

Í dag er síðasti dagurinn í dag til þess að sækja um sumarstörf á vegum Vestmannaeyjabæjar. Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsfólki 17 ára og eldra til sumarstarfa á vegum bæjarins fyrir árið 2021. Leitað er að jákvæðum, duglegum og samviskusömum einstaklingum. Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni til að sækja […]

Leikskólar áfram opnir

Stjórnvöld hafa tilkynnt um hertar aðgerðir vegna COVID-19 sem hafa áhrif á skóla, frístund, íþróttamiðstöð og félagsmiðstöð frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021. Nemendur grunnskólans og Tónlistaskólans eru komnir í páskaleyfi frá og með fimmtudeginum 25. mars. Starfsfólk skólanna munu nýta tímann fram að helgi til að undirbúa kennslu að loknu páskaleyfi miðað við […]