Skammta vatn til Vestmannaeyjahafnar

Vegna mikillar vatnsnotkunar síðustu vikurnar þarf að skammta vatn til Vestmannaeyjahafnar þetta kemur fram í tilkynningu frá höfninni. Eingöngu verður hægt að fá vatn til að þrífa og landa en ekki til að setja vatn í lestarnar “Þar sem þvottur á uppsjávarskipunum er mjög vatnsfrekur að þá munum við skammta vatn í samvinnu við veiturnar […]
Samkeppni um nýtt merki hafnarinnar

Framkvæmda- og hafnarráð í samstarfi við 50 ára afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar efna til hönnunarsamkeppni um merki hafnarinnar. Vestmannaeyjahöfn nýtir í dag merki Vestmannaeyjabæjar. Meginkrafa er að ,,Vestmannaeyjahöfn“ og „Port of Vestmannaeyjar“ komi fyrir í eða við merkið. Tillögum skal skila í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á arkir í stærðinni A4. Tillögunni […]
Gjaldtaka hafna taki mið af umhverfissjónarmiðum

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til breytinga á hafnalögum frá árinu 2003. Tilgangurinn er að innleiða ákvæði í Evrópureglugerð, sem fjallar um hafnarþjónustu, sameiginlegar reglur fyrir hafnir um gagnsæi í fjármálum og umhverfismiðaða gjaldtöku. Með frumvarpinu er m.a. lagt til að hafnir fái heimild til að láta gjaldskrár taka […]
Vestmannaeyjahöfn sú næst umsvifamesta

Á síðasta ári var landað 1.436.727 tonnum í íslenskum höfnum og 74% aflans í tíu höfnum, að því er fram kemur í umfjöllun í nýjasta blaði 200 mílna. Þá var 77% af öllum uppsjávarafla landað í fimm höfnum og 64% botnfiskafla var landað í tíu höfnum. Neskaupstaðar var stærsta löndunarhöfn sjávarfangs árið 2022 og var þar […]
Spurt og svarað um ráðningu hafnarstjóra

Vestmannaeyjabær birti gær frétt á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að í ljósi þess að fjölmiðill hefur óskað eftir og fengið svör við spurningum Sjálfstæðisflokksins um ráðningu hafnarstjóra, sbr. bókun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember sl., er eðlilegt að birta svörin í heild sinni á vef Vestmannaeyjabæjar. Fyrirspyrjendum, þ.e. bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, var svarað […]
Bæta þarf lýsingu í innsiglingunni

Lýsing í innsiglingu var til umræðu á fundir framkvæmda og hafnarráðs í gær en hafnarstjóra barst erindi frá Þorbirni Víglundssyni um lýsingu í innsiglingunni. Þar sem bent er á að bæta þurfi lýsinguna fyrir öll skip og þá sérstaklega þegar siglt er út. Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir erindið. Ráðið vill ávallt leitast við […]
Gera ráð fyrir halla á hafnarsjóði

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs fyrr í þessum mánuði. Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2023 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur eru áætlaðar 536 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði neikvæð um 8,5 milljónir króna. (meira…)
Vöruflutningar í gámum hafa aukist um 75%

Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Hafnarstjóri fór yfir greiningu á starfsemi og þróun hafnarinnar sem Efla vann fyrir Vestmannaeyjahöfn. Niðurstöður sýna að flutningur utan gáma hefur dregist saman um 7% frá árinu 2010 en vöruflutningar í gámum hafa aukist um 75% á sama tíma. Einnig […]
Ráðningarferlið virðist fyrst og fremst hafa verið í höndum starfsmanns Vestmannaeyjabæjar

Verkferlar við ráðningu hafnarstjóra voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið en rætt var um dóm héraðsdóms suðurlands vegna ráðningar hafnarstjóra. Fulltrúar D lista lögðu fram bókun um málið. “Fulltrúar vilja í kjölfar dóms nr. E-520/2021 frá 25. október sl. benda á nauðsyn þess að ráðið þekki valdsvið sitt en […]
Brotalöm í ráðningarferli

Í lok síðasta mánaðar féll dómur í Héraðsdómi Suðurlands í máli Andrésar Þorsteins Sigurðssonar sem stefnt hafði Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjahöfn og tapaði Andrés í málinu gegn bænum en í máli hans gegn Vestmannaeyjahöfn var talið að brotalöm hefði verið í ráðningarferli í starf hafnarstjóra, starfi sem Andrés sótti um en fékk ekki. Andrés sótti um […]