Skammta vatn til Vestmannaeyjahafnar

Vegna mikillar vatnsnotkunar síðustu vikurnar þarf að skammta vatn til Vestmannaeyjahafnar þetta kemur fram í tilkynningu frá höfninni. Eingöngu verður hægt að fá vatn til að þrífa og landa en ekki til að setja vatn í lestarnar “Þar sem þvottur á uppsjávarskipunum er mjög vatnsfrekur að þá munum við skammta vatn í samvinnu við veiturnar […]

Samkeppni um nýtt merki hafnarinnar

Framkvæmda- og hafnarráð í samstarfi við 50 ára afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar efna til hönnunarsamkeppni um merki hafnarinnar. Vestmannaeyjahöfn nýtir í dag merki Vestmannaeyjabæjar. Meginkrafa er að ,,Vestmannaeyjahöfn“ og „Port of Vestmannaeyjar“ komi fyrir í eða við merkið. Tillögum skal skila í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á arkir í stærðinni A4. Tillögunni […]

Gjaldtaka hafna taki mið af umhverfissjónarmiðum

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til breytinga á hafnalögum frá árinu 2003. Tilgangurinn er að innleiða ákvæði í Evrópureglugerð, sem fjallar um hafnarþjónustu, sameiginlegar reglur fyrir hafnir um gagnsæi í fjármálum og umhverfismiðaða gjaldtöku. Með frumvarpinu er m.a. lagt til að hafnir fái heimild til að láta gjaldskrár taka […]

Vestmannaeyjahöfn sú næst umsvifamesta

20200409 114314

Á síðasta ári var landað 1.436.727 tonn­um í ís­lensk­um höfn­um og 74% afl­ans í tíu höfn­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un í nýj­asta blaði 200 mílna. Þá var 77% af öll­um upp­sjáv­ar­afla landað í fimm höfn­um og 64% botn­fiskafla var landað í tíu höfn­um. Nes­kaupstaðar var stærsta lönd­un­ar­höfn sjáv­ar­fangs árið 2022 og var þar […]

Spurt og svarað um ráðningu hafnarstjóra

Vestmannaeyjabær birti gær frétt á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að í ljósi þess að fjölmiðill hefur óskað eftir og fengið svör við spurningum Sjálfstæðisflokksins um ráðningu hafnarstjóra, sbr. bókun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember sl., er eðlilegt að birta svörin í heild sinni á vef Vestmannaeyjabæjar. Fyrirspyrjendum, þ.e. bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, var svarað […]

Bæta þarf lýsingu í innsiglingunni

Lýsing í innsiglingu var til umræðu á fundir framkvæmda og hafnarráðs í gær en hafnarstjóra barst erindi frá Þorbirni Víglundssyni um lýsingu í innsiglingunni. Þar sem bent er á að bæta þurfi lýsinguna fyrir öll skip og þá sérstaklega þegar siglt er út. Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir erindið. Ráðið vill ávallt leitast við […]

Gera ráð fyrir halla á hafnarsjóði

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs fyrr í þessum mánuði. Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2023 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur eru áætlaðar 536 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði neikvæð um 8,5 milljónir króna. (meira…)

Vöruflutningar í gámum hafa aukist um 75%

Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Hafnarstjóri fór yfir greiningu á starfsemi og þróun hafnarinnar sem Efla vann fyrir Vestmannaeyjahöfn. Niðurstöður sýna að flutningur utan gáma hefur dregist saman um 7% frá árinu 2010 en vöruflutningar í gámum hafa aukist um 75% á sama tíma. Einnig […]

Ráðningarferlið virðist fyrst og fremst hafa verið í höndum starfsmanns Vestmannaeyjabæjar

Verkferlar við ráðningu hafnarstjóra voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið en rætt var um dóm héraðsdóms suðurlands vegna ráðningar hafnarstjóra. Fulltrúar D lista lögðu fram bókun um málið. “Fulltrúar vilja í kjölfar dóms nr. E-520/2021 frá 25. október sl. benda á nauðsyn þess að ráðið þekki valdsvið sitt en […]

Brota­löm í ráðning­ar­ferli

Í lok síðasta mánaðar féll dómur í Héraðsdómi Suður­lands í máli Andrés­ar Þor­steins Sig­urðsson­ar sem stefnt hafði Vest­manna­eyja­bæ og Vest­manna­eyja­höfn og tapaði Andrés í mál­inu gegn bæn­um en í máli hans gegn Vest­manna­eyja­höfn var talið að brota­löm hefði verið í ráðning­ar­ferli í starf hafn­ar­stjóra, starfi sem Andrés sótti um en fékk ekki. Andrés sótti um […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.