Minnismerkið um Þór fær nýjan stað

Fyrir lágu drög að gatnagerð í Botni Friðarhafnar á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda þarf að færa minnismerkið um Varðskipið Þór og hefur undirbúningur að því farið fram. Finna þarf minnismerkinu annan stað sem sómi er að. Ráðið felur starfsmönnum að færa minnismerkið, en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir staðsetningu […]

Útvegsbændur hafa áhyggjur af dýpi innan hafnar

Útvegsbændur í Vestmannaeyjum hafa talsverðar áhyggjur af því að dýpi hafnarinnar sé ekki nægjanlegt. Þetta kom fram í bréfi sem þeir sendu til framkvæmda- og hafnarráðs og tekið var fyrir á fundi í gær. „Stór skip með mikla djúpristu eiga oft í talsverðum vandamálum með að athafna sig í höfninni vegna þess að dýpið er […]

Leggja til að fresta ráðningu nýs hafnarstjóra

20200409 114314

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær var sex mánaða rekstaryfirlit Vestmannaeyjahafnar meðal annars rætt. Á fundi ráðsins þann 14. júlí lýsti ráðið yfir miklum áhyggjum af rekstarlegri stöðu hafnarinnar. Var framkvæmdarstjóra þá í samráði við formann ráðsins falið að leggja fram tillögur til að mæta tekjubresti. Kynnti hann þessar hugmyndir á fundi ráðsins […]

Áhyggjur af rekstrarlegri stöðu Vestmannaeyjahafnar

20200409 114314

Sex mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar. Var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarrás í gær. Tekjur Vestmannaeyjahafnar fyrstu 6 mánuði ársins eru 178 milljónir en rekstrargjöld utan fjármagnsliða 186 milljónir. Áætlun ársins 2020 gerði ráð fyrir að tekjur á tímabilinu yrðu 220 milljónir og gjöld um 180 milljónir. Ljóst er að tekjur eru verulega undir væntingum […]

Höfnin gæti orðið af 40 milljónum

Ekkert skemmtiferðaskip hefur komið til Vestmannaeyja það sem af er ári en 90 skip höfðu boðað komu sína til Eyja í sumar. „Það er ekki búið að afpanta allt svo hugsanlega gætu komið einhver skip seinni part júlí eða í ágúst en þetta er samt allt óljóst enn þá“, sagði Andrés Sigurðsson Yfirhafnsögumaður hjá Vestmannaeyjahöfn. […]

Vestmannaeyjahöfn fær 3,4 milljónir til lagfæringa á rafmagnstengingum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna vítt og breitt um landið. Verkefnið er hluti af fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Alls verður 210 milljónum veitt til styrkja til að stuðla að frekari rafvæðingu hafna og skiptist styrkféð með eftirfarandi hætti. Styrkir eru veittir til þeirra hafna sem settu fram verkefni sem féllu að skilyrðum […]

Bil­un á hafnarvog olli veru­leg­um frá­vik­um

20200409 114314

Hafn­ar­vog­in í Vest­manna­eyj­um bilaði með þeim af­leiðing­um að það hafði áhrif á niður­stöður vigt­un­ar. Gögn sýna að veru­leg frá­vik hafi verið í út­reikn­ing­um ís­pró­sentu vegna bil­un­ar­inn­ar og að hún hafi hugs­an­lega viðgeng­ist leng­ur en Fiski­stofa tel­ur. Þetta get­ur hafa orðið til þess að upp­lýs­ing­ar sem notaðar hafa verið við afla­skrán­ingu hafa verið rang­ar. Þetta kemur […]

Afkoma Vestmannaeyjahafnar jákvæð um 146 milljónir

Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2019 var til umræðu á síðasta fundi framkvæmda og hafnarráðs. Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2019. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 487 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam 146 millj.kr. Heildarskuldir að meðtöldum lífeyrsskuldbindingum námu í árslok 199 millj.kr Niðurstaða Ráðið samþykkir fyrirliggjandi ársreikning og vísar honum til síðari […]

Við erum öll mengunarvarnir

Mengunarvarnaáætlun Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær þar kom fram að reglulega berast fréttir af fugladauða í fjörum í kringum Vestmannaeyjar. Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum segir í grein á vefmiðlum að olían eigi að einhverjum hluta uppruna sinn innan hafnar en að vandamálið sé stærra. Framkvæmdastjóri hefur fundað tvisvar […]

Verulegur tekjumissir fyrir höfnina

Komur farþegaskipa árið 2020 voru til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær. Framkvæmdastjóri fór yfir bókanir vegna farþegaskipa árið 2020. Fram kom að bókaðar voru 83 komur en vegna ástandsins í heiminum hafa þegar 19 komur verið afbókaðar og tekur fjöldinn breytingum svo til daglega. Ljóst er að tekjumissir hafnarinnar verður verulegur ef […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.