Minnismerkið um Þór fær nýjan stað

Fyrir lágu drög að gatnagerð í Botni Friðarhafnar á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda þarf að færa minnismerkið um Varðskipið Þór og hefur undirbúningur að því farið fram. Finna þarf minnismerkinu annan stað sem sómi er að. Ráðið felur starfsmönnum að færa minnismerkið, en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir staðsetningu […]
Útvegsbændur hafa áhyggjur af dýpi innan hafnar

Útvegsbændur í Vestmannaeyjum hafa talsverðar áhyggjur af því að dýpi hafnarinnar sé ekki nægjanlegt. Þetta kom fram í bréfi sem þeir sendu til framkvæmda- og hafnarráðs og tekið var fyrir á fundi í gær. „Stór skip með mikla djúpristu eiga oft í talsverðum vandamálum með að athafna sig í höfninni vegna þess að dýpið er […]
Leggja til að fresta ráðningu nýs hafnarstjóra

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær var sex mánaða rekstaryfirlit Vestmannaeyjahafnar meðal annars rætt. Á fundi ráðsins þann 14. júlí lýsti ráðið yfir miklum áhyggjum af rekstarlegri stöðu hafnarinnar. Var framkvæmdarstjóra þá í samráði við formann ráðsins falið að leggja fram tillögur til að mæta tekjubresti. Kynnti hann þessar hugmyndir á fundi ráðsins […]
Áhyggjur af rekstrarlegri stöðu Vestmannaeyjahafnar

Sex mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar. Var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarrás í gær. Tekjur Vestmannaeyjahafnar fyrstu 6 mánuði ársins eru 178 milljónir en rekstrargjöld utan fjármagnsliða 186 milljónir. Áætlun ársins 2020 gerði ráð fyrir að tekjur á tímabilinu yrðu 220 milljónir og gjöld um 180 milljónir. Ljóst er að tekjur eru verulega undir væntingum […]
Höfnin gæti orðið af 40 milljónum

Ekkert skemmtiferðaskip hefur komið til Vestmannaeyja það sem af er ári en 90 skip höfðu boðað komu sína til Eyja í sumar. „Það er ekki búið að afpanta allt svo hugsanlega gætu komið einhver skip seinni part júlí eða í ágúst en þetta er samt allt óljóst enn þá“, sagði Andrés Sigurðsson Yfirhafnsögumaður hjá Vestmannaeyjahöfn. […]
Vestmannaeyjahöfn fær 3,4 milljónir til lagfæringa á rafmagnstengingum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna vítt og breitt um landið. Verkefnið er hluti af fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Alls verður 210 milljónum veitt til styrkja til að stuðla að frekari rafvæðingu hafna og skiptist styrkféð með eftirfarandi hætti. Styrkir eru veittir til þeirra hafna sem settu fram verkefni sem féllu að skilyrðum […]
Bilun á hafnarvog olli verulegum frávikum

Hafnarvogin í Vestmannaeyjum bilaði með þeim afleiðingum að það hafði áhrif á niðurstöður vigtunar. Gögn sýna að veruleg frávik hafi verið í útreikningum ísprósentu vegna bilunarinnar og að hún hafi hugsanlega viðgengist lengur en Fiskistofa telur. Þetta getur hafa orðið til þess að upplýsingar sem notaðar hafa verið við aflaskráningu hafa verið rangar. Þetta kemur […]
Afkoma Vestmannaeyjahafnar jákvæð um 146 milljónir

Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2019 var til umræðu á síðasta fundi framkvæmda og hafnarráðs. Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2019. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 487 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam 146 millj.kr. Heildarskuldir að meðtöldum lífeyrsskuldbindingum námu í árslok 199 millj.kr Niðurstaða Ráðið samþykkir fyrirliggjandi ársreikning og vísar honum til síðari […]
Við erum öll mengunarvarnir

Mengunarvarnaáætlun Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær þar kom fram að reglulega berast fréttir af fugladauða í fjörum í kringum Vestmannaeyjar. Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum segir í grein á vefmiðlum að olían eigi að einhverjum hluta uppruna sinn innan hafnar en að vandamálið sé stærra. Framkvæmdastjóri hefur fundað tvisvar […]
Verulegur tekjumissir fyrir höfnina

Komur farþegaskipa árið 2020 voru til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær. Framkvæmdastjóri fór yfir bókanir vegna farþegaskipa árið 2020. Fram kom að bókaðar voru 83 komur en vegna ástandsins í heiminum hafa þegar 19 komur verið afbókaðar og tekur fjöldinn breytingum svo til daglega. Ljóst er að tekjumissir hafnarinnar verður verulegur ef […]