Málmsuða i höfn og stefnt næst á vélstjórann

„Ég fór í raunfærnimat fyrir norðan og fékk málmsuðuréttindin þannig. Upphaflega byrjaði ég í vélstjórnarnámi en hafði bara engan áhuga á því þá að sitja á skólabekk. Sé hins vegar núna að gott væri að hafa vélstjórann. Ætli endi ekki með því að ég taki hann líka,“ segir Sigdór Yngvi Kristinsson, starfsmaður Hafnareyrar, nýútskrifaður með […]

Saltfiskur, Sverrir, Einsi kaldi og VSV

„Ég hef áður verið með saltfisk á matseðlinum en hann hreyfðist varla. Í vetur ákvað ég að prófa aftur og þá brá svo við að saltfiskurinn varð strax einn vinsælasti rétturinn hjá okkur. Það kom mér gleðilega á óvart en líklega höfum við félagarnir fundið réttu meðhöndlunarformúluna!“ Einar Björn Árnason, eigandi og yfirmatreiðslumeistari veitingastaðarins og […]

Árið 2019 eitt besta ár í sögu VSV þrátt fyrir loðnubrest

Rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. skilaði hagnaði upp á um 1,2 milljarða króna (9 milljónir evra) á árinu 2019. Framlegð samstæðunnar (EBITDA) nam 2,9 milljörðum króna (20,9 milljónum evra), jókst um 8,4% frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri í evrum talið. Árangurinn náðist þrátt fyrir að engin loðna veiddist í fyrra og humarvertíðin væri ekki […]

Humarvertíðin hafin en fátt um gleðitíðindi

Nýlega hafin humarvertíð er tíðindalítil eins og gera mátti ráð fyrir þegar bágt ástand stofnsins er haft í huga. Fyrsta humri ársins hjá VSV var landað úr Brynjólfi VE föstudaginn 8. maí og Drangavík VE er sömuleiðis á humarveiðum. Bátarnir hafa verið í Skeiðarárdýpi fyrstu daga vertíðarinnar. Humarstofninn er lélegur og líkt og fyrra gaf […]

Fimmtubekkingar spá í loðnu

Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja rannsökuðu loðnu í bak og fyrir í kennslustund í fyrri viku og fræddust um þennan dyntótta fisk sem síðast veiddist 2018 en hvorki í fyrra né í ár. Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, lumaði hins  vegar á nokkrum loðnum af 2018-árgerðinni í frysti og færði skólanum með ánægju. Fimmtubekkingar […]

„Blönduð áhöfn“ á Ísleifi eltir kolmunna

„Við verðum væntanlega komnir á miðin suður af Færeyjum seint í nótt og byrjum að nudda í morgunsárið. Himnaríkisblíða var í fyrstu tveimur ferðunum en einhver breyting verður á því núna,“ sagði Magnús Jónasson skipstjóri, Maggi á Ísleifi VE, seint í gærkvöldi. Skipið var þá komið langleiðina á kolmunnamiðin við Færeyjar í þriðja túrnum á […]

Flikkað upp á Óttar selfangara, áður Ísleif VE

Útgerðarfyrirtækið Norse Marine AS í Tromsö hefur heldur betur flikkað upp á ásýnd Ísleifs VE-63 sem Vinnslustöðin seldi til Noregs í apríl 2016. Skipið fékk nafnið Ottar og hefur bæði verið notað við selveiðar í Norðuríshafinu og til flutninga hráefnis til bræðslu í Norður-Noregi. Ottar kom á dögunum úr klössun í Klaipeda í Litháen. Við […]

Framkvæmdastjóri VSV tjáir sig um Mannlífsslúður og lánamál ritstjórans

Sigurgeir B. Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni gefur lítið fyrir slúðurklausu, í nýjasta tölublaðs Mannlífs, um samstarfið í stjórn Vinnslustöðvarinnar. Binni svarar því til að slúður dæmi sig oftast sjálft og sé sjaldan svaravert. Höfundur þessarar slúðursögu verðskuldi hins vegar athugasemd af sinni hálfu. „Ritstjóri Mannlífs og höfundur klausunnar er Reynir Traustason, sá er áður ritstýrði […]

Mikil aðsókn í starf vinnslustjóra hjá VSV

Vinnslustöðin auglýsti starf vinnslustjóra í saltfisk um miðjan aprílmánuð. Tæplega 40 umsóknir bárust í starfið. Umsóknir bárust bæði frá Íslandi og Portúgal en auglýsingin var einnig birt í portúgölskum miðlum. “Á næstu dögum verður farið yfir umsóknir og í kjölfarið rætt við þá umsækjendur sem koma til greina. Ætlunin er að ráðningu verði lokið fyrir […]

Breki VE aflahæsti togari landsins í apríl

Breki VE gerir það gott. Hann var aflahæsti togari landsmanna í apríl og aflaverðmætið meira en nokkru sinni fyrr í einum mánuði frá því Vinnslustöðin fór að gera skipiðið út! Heildarafli Breka var 1.077 tonn í apríl og næst kom Björg EA með 857 tonn. Drangavík VE er í 11. sæti með 560 tonn. Aflaverðmæti […]