Gulasti þorskur stofnsins veiddist við Eyjar

Gulasti þorskur Íslandsþorskunnar kom í gær á land úr Drangavík VE. Enginn hjá Vinnslustöðinni sem leit fyrirbærið augum kannaðist við að hafa séð neitt því líkt fyrr eða síðar. „Margt skrítið hef ég séð um dagana en þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó sem fyrir augu mín hefur borið um dagana. Þarna virðast […]
Hertar aðgerðir VSV vegna veirufaraldursins

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar boðar í innanhússyfirlýsingu hertar aðgerðir í fyrirtækinu vegna veirufaraldursins. Þess verður freistað að verja starfsfólk og starfsemi svo kostur er gagnvart smiti og tilheyrandi áhrifum þessa. Kæru starfsmenn, Eðlilegt er að fyrirtækið geri enn ríkari kröfur til sín og starfsmanna sinna nú þegar lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna […]
Kap VE fer í loðnuleit

Ákveðið er að senda loðnuskipið Kap VE til loðnuleitar og rannsókna. Það verður 4. loðnuleiðangurinn í vetur. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, kvaðst vona að hægt yrði að fara þegar á morgun í a.m.k. tíu daga leiðangur. Í gær var unnið að skipulagningu. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar verða með um borð. „Við þurfum að fara […]
Afleiðingar lokunar alvarlegar

Þeir aðilar innan sjávarútvegsins sem Morgunblaðið hefur rætt við hafa verulegar áhyggjur af því hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir fyrirtæki sem reka fiskvinnslu fari svo að fyrirtækin verði lokuð í tvær vikur vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. „Þetta yrði högg fyrir þjóðarbúið,“ segir einn útgerðaraðili. Aðrir hafa lýst því að þungbært gæti orðið fyrir […]
Vinnslustöðin bauð fyrrverandi starfsmönnum á Þorrablót (myndir)

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum bauð um liðna helgi starfsfólki sem hafði látið af störfum vegna aldurs hjá fyrirtækinu til Þorrablóts. Þetta er í þriðja skiptið sem fyrrverandi starfsmenn hittast með þessum hætti og blóta saman Þorra. Mætingin var góð að sögn Þórs Vilhjálmssonar sem koma að skipulagningu blótsins. „Það var mjög góð mætin liðlega 50 manns. […]
Afkastageta fyrirtækja í Eyjum

Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í 28. mars 2019 að láta vinna greininguna. um samfélagsleg áhrif loðnubrestsins á Vestmannaeyjar. Til þess að átta sig á umfanginu og að hægt sé að bregðast við og kalla eftir aðgerðum ef að það yrði aftur loðnubrestur. Hrafn Sævaldsson var fengin til þess að vinna greininguna. Skýrslan var kynnt […]
Færðu Sea life trust töskukrabba

Skipverjar á Brynjólfi VE komu færandi hendi með töskukrabba (Cancer pagurus) til Sea life trust eftir hádegi í dag. Krabbann fengu þeir í troll suður af Vestmannaeyjum. Töskukrabbi er rauðbrúnn á lit með hringlaga skjöld og klærnar eru með svarta enda. Krabbinn getur orðið 25 cm í þvermál og vegið allt að 3 kíló. Töskukrabbi […]
Vinnslustöðin með nýsmíði í undirbúningi

Í lok síðasta árs hófst undirbúningur að nýsmíði hjá Vinnslustöðinni. „Við höfum fengið Sævar Birgisson skipaverkfræðing, sem hannaði togarana Breka og Pál Pálsson ÍS, með okkur til að hefja undirbúning að hönnun báta sem byggjast á sama prinsippi og Breki. Þar sem markmiðið er minni olíunotkun við veiðarnar,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Þurfum […]
Vestmannaeyjabær áfrýjar ekki

Á fundi bæjarráðs í hádeginu í dag var ákveðið að áfrýja ekki máli Vestmannaeyjabæjar gegn Landsbankanum. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þann 12. desember í máli sem Vestmannaeyjabær, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Vinnslustöðin hf. höfðuðu gegn Landsbankanum hf. Bankinn var sýknaður af kröfum stefnenda. Ríkisbankinn hagnast á kostnað stofnfjáreigenda Niðurstaðamálsins var eftirfarandi:”Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu eru […]
Vinnslustöðin sýnir sig og sér aðra í Kína

„Kína er gríðarlega stór og mikill markaður og Vinnslustöðin hefur sótt þar verulega í sig veðrið og aukið hlut sinn á allra síðustu árum. Það hjálpar okkur og styður að taka þátt í sýningunni. Útflutningur sjávarafurða frá Kína hefur dregist saman en innflutningur hins vegar aukist stórlega. Við viljum svara kalli markaðarins og aukinni eftirspurn,“ […]