Vel heppnaðri síldarvertíð lokið

Vinnslustöðin hefur tekið á móti um 5.500 tonnum af norsk-íslenskri síld á vertíð sem lýkur um leið og landað hefur verið úr Ísleifi VE í kvöld og unninn afli úr skipinu. „Vertíðin var afar vel heppnuð og við höfum haldið vinnslu gangandi nánast samfleytt frá því veiðar hófust 16. september. Fengum mjög góðan fisk sem […]
Humarafli sunnudagsins á Breiðafirði framar vonum

„Við fengum humar í flestar gildrur, í nokkrum var ekkert en afli dagsins var í heildina langt framar vonum. Við fengum alla vega staðfest að það er talsvert af humri á þessum slóðum en auðvitað er óvarlegt að draga víðtækar ályktanir af því sem kom upp í dag. Við freistum gæfunnar víðar á næstu vikum […]
Myndaveisla í makrílnum og síldinni heilsað

„Kap VE landaði fyrstu síld vertíðarinnar miðvikudaginn 16. september og er farin á ný til veiða fyrir austan. Núna erum við að vinna síldarfarm úr Ísleifi VE. Lokalöndun makrílvertíðarinnar var 7. september úr Ísleifi, síðan tók síldin við,“ segir Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. Makríllinn hefur ekki verið kvaddur formlega í ár en meiri líkur en […]
Fyrsta síld haustsins

Kap VE kom til Eyja í morgun með fyrsta síldarfarminn á þessari haustvertíð. Um er að ræða 760 tonn af síld úr norsk-íslenskastofninum sem Kapin fékk fyrir austan land. Uppsjávarskipin eru nú í óðaönn af skipta af makrílveiðum og yfir á síld. “Þetta er fín síld við erum bæði að flaka og heilfrysta. Við eigum […]
VSV fagnar Fishmas-hátíðinni!

Björn Matthíasson, framkvæmdastjóri VSV Seafood Iceland, sölufyrirtækis Vinnslustöðvarinnar, situr í verkefnisstjórn nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenskar sjávarafurðir í Bretlandi undir yfirskriftinni Seafood from Iceland. Að verkefninu standa Íslandsstofa, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og á fjórða tug fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi, tækni og þekkingarmiðlun. Bretlandseyjar eru fyrsta markaðssvæðið sem tekið er fyrir og þar er byrjað að […]
Ungir yfirmenn í áhöfn í Breka

Breki VE kom til hafnar í gærmorgun (þriðjudag 8. september) með 440 kör af góðum afla eftir veiðiferð þar sem rólegt var framan af og bræla en endaði vel í lokin á Þórsbanka. Tíðindum sætir að Gísli Matthías Sigmarsson var í fyrsta sinn yfirvélstjóri á togaranum og í sama túr var Ríkarður Magnússon yfirstýrimaður. Þeir […]
Binni er bjartsýnn á loðnuvertíð

Útgerðarfyrirtækin sem hafa lagt áherslu á uppsjávarveiði hafa átt sögulegt fiskveiðiár að baki, en eins og þekkt er varð loðnubrestur annað árið í röð sem er í fyrsta skipti sem slíkt gerist frá því að loðnuveiðar hófust við Íslandsstrendur árið 1963. Þetta hefur ekki einungis haft áhrif á fyrirtækin og sagði fjármála- og efnahagsráðuneytið að […]
Standa Helgi Seljan og RÚV enn við ósannindi sín um Vinnslustöðina?

Margumrætt skjal, sem kom í leitirnar hjá Verðlagsstofu skipaverðs og varðar útflutning á karfa, staðfastir svo ekki þarf um að deila að Helgi Seljan fréttamaður og RÚV fóru með hreint fleipur um Vinnslustöðina í Kastljósþætti 28. mars 2012. Útvarpsstjóri getur í krafti reynslu sinnar og þekkingar úr fyrra starfi staðfest að þessi fullyrðing mín er […]
Vinnslustöðvarminningar gúanómálarans Hönnu Kr

Bubbi Morthens mótaði gúanórokkið sem farandverkamaður í fiskvinnslu á sínum tíma, meðal annars í Vinnslustöðinni. Hanna Kristín Hallgrímsdóttir sækir á svipuð áhrifamið í röð mynda sem hún teiknaði og málaði eftir að hafa búið í Eyjum og unnið í Vinnslustöðinni. Þau Bubbi voru meira að segja samtíða eina vertíð hér og bjuggu í verbúð Vinnslustöðvarinnar. […]
Vinnsla um Þjóðhátíðarhelgi í fyrsta sinn í áratugi

Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar fékk áletraða, skreytta og ljúffenga köku með morgunkaffinu í dag. Á henni stóð: Takk fyrir mig. Það er heiti Þjóðhátíðarlagsins 2020 eftir Ingó Veðurguð. Lagið er gott og grípandi, gefið út þótt engin sé samkoman í Herjólfsdal. Starfsfólkið smakkaði þannig á Þjóðhátíð í orðsins fyllstu merkingu og verður að láta duga í ár […]