Má bjóða þér á ball Vinnslustöðvarinnar?

Vinnslustöðin býður bæjarbúum á sinn árlega dansleik þann 21. október. Að þessu sinni munu snillingarnir í Bandmönnum leika fyrir dansi, en þeir hafa getið sér gott orð um land allt og þá ekki síður í Herjólfsdal síðustu árin. Húsið opnar almenningi kl. 23.30 og stendur ballið til 03.00. “Verið velkomin í Höllina á ball Vinnslustöðvarinnar,” […]
Nýtt hús rís fyrir saltfisk- og uppsjávarvinnslu VSV

Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast á Vinnslustöðvarreitnum við nýtt tveggja hæða steinhús á tveimur hæðum, alls um 5.600 fermetra, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Nýbyggingin verður L-laga, að hluta í gamla þróarrýminu sem snýr út að Hafnargötu í krikanum þar sem er nýlegur aðalinngangur VSV. […]
Kvaddur með knúsi 2018, kominn á ný í hópinn 2023

Gunnar Páll Hálfdánsson er við svo margar fjalir felldur að úr vöndu er að ráða hvar á að byrja og hvar að enda frásögn af högum hans í lífinu og tilverunni. Tilefni samtals við hann var kynning á sölu- og verkefnastjóra Leo Seafood ehf. en kappinn hafði í svo miklu að snúast að einhverjar vikur […]
Makríll veiðist á gamalkunnugum slóðum við Eyjar

Gullberg VE kom til hafnar í dag með liðlega 1.100 tonn af makríl sem veiddur var að stórum hluta úti fyrir suðurströndinni. Síðustu 200 tonnin náðust suður af Vestmannaeyjum sem sætir tíðindum, segir Jón Atli Gunnarsson skipstjóri „Við vorum kallaðir inn til löndunar með um 900 tonn en freistuðum gæfunnar á heimleiðinni á grunnköntum við […]
Makríldómur og ráðherraviðhorf

Ragnar Hall lögmaður birti grein í Morgunblaðinu 7. júlí 2023 um makríldóminn sem féll Vinnslustöðinni og Hugin í vil í júní 2023. Hann rekur þar málsatvik og viðhorf fjármálaráðherrans til dómsins alveg sérstaklega. Grein Ragnars Hall – pdf-skjal (meira…)
Gullfiskaeldi á gostímanum

Gullfiskar Dollýar og Þórs Vilhjálmssonar urðu eftir í íbúð þeirra í Eyjum gosnóttina og bjuggu þar í búri sínu allan tímann sem húsbændur þeirra og eigendur voru fjarverandi þegar Heimaeyjargosið varði. Þór og félagar lönduðu annað slagið í Eyjum og hann skrapp þá heim til að gefa eldisfiskunum sínum. Þeir kvörtuðu ekki en fögnuðu goslokum […]
Sigurjón skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur fagnar 26 ára starfsafmæli

Það á einkar vel við að birta spjall við Sigurjón Viðarsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur VE, einmitt í dag því liðin eru nákvæmlega 26 ár frá því kappinn fór fyrst á sjó, þá tólf ára skólapjakkur. Þetta gerðist með öðrum orðum 23. júní 1997. Hann er sonur hjónanna Viðars Sigurjónssonar og Eyglóar Elíasdóttur, barnabarn Sigurjóns […]
„Bjargvættur í vesti“ fyrir áhafnir allra skipa VSV

Björgunarvestum með AIS-senditækjum til GPS-staðsetningar hefur verið komið um borð í skip Vinnslustöðvarinnar, ætluðum öllum í áhöfnum þeirra til aukins öryggis á sjó. Sjálft senditækið lætur lítið yfir sér en getur ráðið úrslitum um farsæla björgun ef sjómaður fellur útbyrðis. Það er fest í björgunarvesti og innan 15 sekúndna frá því maður er kominn í […]
Framkvæmdastjórinn hefur gengið í flest störf í Godthaab/Leo Seafood

„Ég vann við uppbyggingu fiskvinnsluhús Godthaab í Nöf á sínum tíma, hef haldið mig á sama stað allar götur síðan þá og gengið í flest störf. Byrjaði á frystitækjunum, sá um launaútreikning um tíma, sinnti innkaupum á hráefni og umbúðum og kom víðar við í rekstrinum. Starfsemina þekkti ég því mjög vel þegar ég tók […]
Vinnslustöðin og Huginn höfðu betur

„Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ríkið til greiðslu hátt í tveggja milljarða króna skaðabóta í tveimur málum sem Huginn VE-55 og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ráku vegna tjóns, sem útgerðirnar urðu fyrir við útgáfu makrílkvóta á liðnum áratug. Útgerðirnar byggðu kröfur sínar á því að ríkið væri skaðabótaskylt, þar sem ranglega hefði verið staðið að úthlutun […]