„Hrognin eru að koma, gerið kerin klár“

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru markaðsráðandi á heimsvísu í framleiðslu loðnuhrogna. Ætla má að 80–100% heimsframleiðslunnar á hverju ári sé í sjávarþorpum Íslands. Loðnuhrogn eru nýtt á margvíslegan hátt en yfirleitt eru þau hrá við neyslu. Hreinlæti og ferskleiki skipta því afar miklu máli við framleiðsluna. En erfiðast af öllu er að hrognavertíðin stendur einungis í 10–20 […]
6.600 tonn af kolmunna á land á fjórum sólarhringum

Kolmunnavinnsla fer í gang með miklu trukki í þetta sinn. Í Fiskimjölsverksmiðju VSV var byrjað að bræða kolmunnann síðastliðinn sunnudag og þar á bæ hafa menn tekið við alls 6.600 tonnum á fjórum sólarhringum. Á forsíðumyndinni eru fyrstu mjölsekkir vertíðarinnar komnir í geymslu. Færeyska skipið Tróndur í Gøtu landaði 2.100 tonnum og á eftir fylgdu VSV-skipin Gullberg […]
Nýárspistill Binna – Besta rekstrarár í sögu Vinnslustöðvarinnar

Farsæl starfsemi Vinnslustöðvarinnar á liðnu ári – væntanleg kaup fyrirtækisins á Ós og Leo Seafood á nýju ári – hræringar í sjávarútvegi með sameiningu fyrirtækja – lýst eftir framtíðarsýn fyrir hönd sjávarútvegsins. Þetta og fleira í nýárspistli framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar á fyrsta degi ársins 2023. Við áramótin lítum við um öxl og getum afar vel við […]
Rúgbrauð uppselt í Eyjum jólasíldarhelgina miklu

Síldarunnendur í Vinnslustöðinni glöddust svo um munaði á aðventusíldarkvöldinu mikla sem nú var efnt til í annað sinn að frumkvæði Ingigerðar Helgadóttur flokksstjóra og Benónýs Þórissonar framleiðslustjóra á uppsjávarsviði VSV. Inga & Bennó tóku upp á því í fyrra að senda fötur með jólasíld VSV til annarra fyrirtækja í uppsjávarveiðum og uppsjávarvinnslu og fengu til […]
Vertu sæll, Brynjólfur, takk fyrir allt!

„Við vorum að ganga frá um borð og kveðja höfðingjann. Það var sérstök tilfinning,“ sagði Klemens Sigurðsson skipstjóri á Brynjólfi VE-3 í Belgíu í gærkvöld eftir að hafa skilað skipinu í hendur nýrra eigenda. Vinnslustöðin seldi skipið til niðurrifs og kaupendurnir tóku sem sagt við því ytra í gærkvöld. Fjögurra manna áhöfn sigldi Brynjólfi út […]
Vinnslustöðin verður aðalstyrktaraðili KFS

Vinnslustöðin hefur verið einn af styrktaraðilum KFS í gegnum tíðina og hefur sambandið verið farsælt. Í dag var skrifað undir áframhaldandi samstarf og verður Vinnslustöðin nú aðalstyrkaraðili KFS. Hjá Vinnslustöðinni hafa fjölmargir leikmenn starfað í gegnum tíðina og hafa ungir leikmenn oft stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá KFS. ,,Það er mjög ánægjulegt að […]
Falla frá forkaupsrétti

Fyrir bæjarráði í liðinni viku lá erindi frá Vinnslustöðinni hf., dags. 28. nóvember sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Brynjólfi VE-3, með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að verði af sölu skipsins, seljist það án aflahlutdeilda, aflamarks og annarra veiðiheimilda. Bæjarráð þakkar […]
Nýir sjóðarar auka afköst og tryggja rekstraröryggi

Nýr sjóðari og forsjóðari eru komnir í hús fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar og nú er unnið að því að tengja þá við kerfi fyrirtækisins. Tækin eru engin smásmíði. Sjóðarinn er 35 tonn að þyngd en forsjóðarinn 7,5 tonn. Hvort stykki um sig er 13,5 metra langt. Það þurfti því talsverðar tilfæringar við að koma græjunum inn í verksmiðjuhúsið […]
Brynjólfi VE lagt og áhöfn sagt upp

Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hafa ákveðið að hætta að gera út Brynjólf VE-3 og leggja skipinu. Áhöfninni var tilkynnt þetta í gær og öllum skipverjum jafnframt sagt upp störfum. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri segir tvær meginástæður vera fyrir þessari niðurstöðu: „Við höfum annars vegar lent í tíðum bilunum með Brynjólf undanfarna mánuði með tilheyrandi truflunum í útgerð […]
Sighvatur snýr aftur í Eyjaflotann

Þau voru ekki beint hefðbundin morgunverkin hjá starfsmönnum Hafnareyrar þennan morguninn þeir unnu að því að festa skilti á skip sem lengi hefur borið nafnið Kap. KAP VE-4 skiptir nú um nafn og númer og verður hér eftir Sighvatur Bjarnason VE-81. Þar er um að ræða kunnuglegt nafn og númer úr flota og sögu Vinnslustöðvarinnar. […]