�?ak fauk af íbúðar­húsi
7. desember, 2015
Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Slysa­varn­ar­fé­lag­inu Lands­björgu sinna nú ríf­lega 500 manns frá björg­un­ar­sveit­um fé­lags­ins nú lok­un­um vega, óveðursút­köll­um eða eru í viðbragðsstöðu vegna veðurs­ins sem nú geng­ur yfir landið.
�??Í Vest­manna­eyj­um fauk þak af íbúðar­húsi við Smára­götu og lenti í heilu lagi á lóð rétt hjá. Húsið er stór­skemmt og ekki talið ör­uggt fyr­ir björg­un­ar­menn að fara ná­lægt því. Íbú­arn­ir hafa verið flutt­ir í skjól og verið er að aðvara eig­end­ur nær­liggj­andi húsa. Til­kynn­ing­ar hafa borist um fleiri laus þök og fok­verk­efni,�?? seg­ir í til­kynn­ingu Lands­bjarg­ar.
Til­kynn­ing barst lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um um kvöld­mat­ar­leytið um að rúða hefði splundr­ast íbúðar­húsi of­ar­lega í bæn­um og að húsið léki á reiðiskjálfi sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni í Eyj­um. Björg­un­ar­sveit­ar­menn voru send­ir á staðinn en skömmu síðar barst önn­ur til­kynn­ing frá hús­ráðanda að þakið væri hugs­an­lega að fara. Verið er að kanna málið.
mbl.is greindi frá
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst