Móðir dauðvona drengs þakkar íslensku velferðarkerfi fyrir að standa við bakið á sér eftir að ungur sonur hennar greindist með ólæknandi sjúkdóm. Hún segir fjárhagslegan stuðning hafa gert það að verkum að hún hafi fengið dýrmætar stundir með syninum sem aldrei verði teknar frá sér. Í grein sem Guðrún Guðmundsdóttir skrifar í Morgunblaðið í dag þakkar hún fyrir að geta varið dýrmætum tíma með syni sínum, Guðmundi Þór, sem aldrei verður tekinn frá þeim, fjárstuðningur frá ríki og einstaklingum hafi gert gæfumuninn;