Nú líður að síðustu kvöldstund stærstu Þjóðhátíðar frá upphafi eftir því sem næst verður komist en búist er við að á milli 13 til 15 þúsund manns muni vera viðstaddir brekkusöng Árna Johnsen. Hátíðin hefur að langmestu leyti farið vel fram enda hafa veðurguðirnir leikið við hátíðargesti í Herjólfsdal, ef undan er skilinn góður hitaskúr síðustu nótt.