Þegar verk sem segja meira en 1000 orð
20. janúar, 2024

Gíslína Dögg grafíklistamaður Grafíkvina árið 2024: 

„Hugur minn dvelur hjá þér-Heimaey 1973 var heitið á sýningunni sem ég var beðin um
að vera með á Menningarnótt í sumar, í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Þar
sýndi ég verk sem tengjast eldgosinu á Heimaey og þeim áhrifum sem gosið hafði á
samfélagið með tilliti til náttúrunnar og mannfélagsins. Á sýningunni var ég með
grafíkverk og innsetningar í bland við ýmiskonar aðferðir og náttúrustemmingar sem ég
hef verið að nota í listsköpun minni til þessa dags,“ segir Gíslína Dögg Bjarkadóttir
myndlistarkona. Sýning hennar vakti mikla athygli enda nálgun hennar sérstök þar sem
hver innsetning segir meira en 1000 orð.

„Að hluta til undirbjó ég þessa sýningu í Noregi, þar sem ég var í listamannadvöl í
í upphafi síðasta sumars. Ég tilheyri listahópnum Ecophilosophicdialogues,
sem samanstendur af sex listakonum, þremur norskum og þremur frá Íslandi. Afrakstur
af vinnunni í Noregi mátti einnig sjá á Slippnum um goslok og hluti af þeirri sýningu var
einnig á þessari sýningu á Menningarnótt. En við bættust við fjórar seríur sem
samanstóðu af nokkrum myndum sem unnar voru í grafík og ljósmyndir. En lykilverkin
voru fjórar innsetningar, þar sem ég reyndi að fanga andrúmsloftið í og eftir gosið,“ segir
Gíslína og það tókst.

Ótrúlega sögur

„Það má segja að ég hafi verið nokkurs konar áhorfandi eða öllu heldur hlustandi á
minni eigin sýningu sem ég hef ekki áður upplifað. Það var svo magnað að hlusta á
fólkið sem kom á sýninguna sem hafði svo ótrúlegar sögur að segja sem ég hef aldrei
heyrt áður. Það var mjög vel mætt á sýningunna þessa helgi og gaman að sjá hvað
margir Vestmannaeyingar komu, bæði brottfluttir og þeir sem búa í Eyjum. Ég fann það
að fólk vildi segja mér frá sinni upplifun og reynslu frá þessum tíma.

Tvær af innsetningunum og ein sería af grafíkverkum voru svo sett upp í Eldheimum fyrir
Safnahelgina hér í Eyjum í byrjun nóvember og hafa síðan verið áfram í Eldheimum.“
Og Gíslína situr ekki auðum höndum. „Framundan hjá mér er afhending á grafíkmynd sem er í 70 upplögum til Grafíkvina, en ég var valin grafíklistamaður hjá grafíkvinum hjá Íslenskri grafík árið 2024. Svo mun ég fylgja eftir sýningunni Solander 250 – bréf frá Íslandi, en þá sýningu keypti listasafnið Piteå í október. Sú sýning mun opna í júní á næsta ári og ferðast eitthvað um Svíþjóð.

Við sem erum í Ecophilosophicdialogues höldum áfram okkar samstarfi og við munum
vinna saman í Svíþjóð næsta haust og við munum svo sýna saman á Íslandi á nokkrum
stöðum á nýju ári,“ segir Gíslína sem komin er í fremstu röð listamanna á Íslandi.

Mynd:

Á veggjum eru grafíkverk Gíslínu Daggar.

Hjólbörur: Af um 1.350 húsum sem voru í Eyjum fyrir gos fóru 417 undir hraun.
Matskeiðar eru til á hverju heimili. Skeiðarnar eru táknrænar fyrir mokstur og
uppbyggingu eftir gos þegar Eyjamenn mokuðu Heimaey upp að gosi loknu, ekki
ósvipað og fornleifafræðingar

Kleinur: Um 850 börn frá Vestmannaeyjum á aldrinum 8 – 15 ára fóru til Noregs sumarið
1973 í boði Rauða krossins. Mörg þeirra sem fóru til Noregs minnast þessa tíma með
hlýju og gleði, en önnur muna eftir heimþrá, ótta og óvissu.
Fátt er íslenskara en kleinur, þær eru líka þekktar í Noregi, en þá frekar til hátíðarbrigða
í kringum jól.

24. janúar 1973: Kaffiboð sem bíður.

Grein úr Jólablaði Eyjafrétta.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst