Í kvöld, fimmtudag, verður fyrsti þáttur af nýrri þáttaröð á Skjá einum, The biggest looser Ísland, forsýndur í Höllinni en sýningin hefst klukkan 20:30. Aðgangur er ókeypis en allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Á meðal keppenda er Kolbrún Jónsdóttir, sem býr í Vestmannaeyjum. Kolbrún settist niður með blaðamanni Eyjafrétta og sagði aðeins frá reynslu sinni og svaraði því af hverju hún ákvað að taka þátt í þessu verkefni.
Kolbrún er svo til nýflutt til Vestmannaeyja en foreldrar hennar eru bæði frá Eyjum, þau Anna Sigurgeirsdóttir og Jón Freyr Snorrason, þyrluflugmaður en þau fluttu frá Eyjum eftir Heimaeyjargosið. Kolbrún er af Oddsstaðaættinni og tengist einnig Vestmannættinni í Eyjum en eftir að hún og unnusti hennar, Friðrik Benediktsson, fluttu til Eyja í september 2011, kom í ljós að hann tengist Tórshamars ættinni. �??�?g er Eyjamaður og hef alltaf haft tengingu við Vestmannaeyjar áður en ég flutti hingað. Við höfum alltaf sótt mikið hingað, sérstaklega móðurfjölskyldan enda á ég ættingja hér. En það er mjög auðvelt að komast inn í samfélagið hér, mér var hent beint inn í mömmuhóp og hann inn í vinahóp, þannig að við sjáum alls ekki eftir því að hafa flutt hingað,�?? sagði Kolbrún en saman eiga þau tvö börn, Ronju Lísbet, fædda 2011 og Emil Elvis, fæddan í janúar 2013.
Alltaf fylgst með þáttunum
Af hverju ákvaðst þú að taka þátt í The biggest looser Ísland?
�??�?g hef alltaf fylgst með þessum þáttum en alltaf með popp og kók. Svo kom Friðrikn heim einn daginn úr vinnu og sagði að það væri opið fyrir skráningu í The biggest looser Ísland. �?g hugsaði þetta aðeins en ákvað svo að senda inn eina umsókn. �?g var ekki alveg nógu sátt með hana og sendi því inn aðra þar sem ég kom öllu frá mér, bæði um líkamlega og andlega heilsu. Nokkrum vikum seinna fékk ég símtal þar sem mér var tilkynnt um að ég væri komin í sérstakan úrtakshóp. �?að þýddi að ég átti að mæta í viðtal hjá þáttagerðarmönnunum og auk þess þurfti Friðrik að taka myndir af mér á nærfötunum, mér til mikillar gleði,�?? sagði Kolbrún og brosti.
Viðtalið má lesa í heild sinni í vikublaði Eyjafrétta.