Eyjakonan Margrét Lára Viðarsdóttir gekk um helgina í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Turbine Potsdam en þýska liðið er talið eitt það allra sterkasta í kvennaboltanum í dag. Liðið mætti m.a. Þór/KA í Meistaradeildinni og vann samanlagt 14:2. Í aðdraganda viðureignarinnar sögðu leikmenn Akureyrarliðsins að Potsdam væri líkt og Barcelona væri í karlaboltanum.