Að minnsta kosti þrjár brennur verða í Eyjum í kvöld, gamlárskvöld. Ragnar Baldvinsson, slökkviliðsstjóri, segir að stærsta brennan verði í skriðunni við Hástein þar sem Björgunafélagið verður með stóra flugeldasýningu. „Svo verður Daði Páls og hans fólk með brennu á öxlinni við Helgafell og Svavar Steingríms og fjölskylda við Norðurgarð. Það verður kveikt í þessum brennum klukkan 5. Svo gætu orðið einhverjar litlar brennur,“ sagði Ragnar.