Dagskráin á �?jóðhátíð í Eyjum heldur áfram að bæta við sig mögnuðu tónlistarfólki og nú tilkynnum við snillingana sem sjá um Húkkaraballið – Herra Hnetusmjör ásamt Joe Frazier & DJ Spegil sem og Alexander Jarl & Birnir. �?essi magnaði hip-hop-hópur mun sjá um Húkkaraballið og eiga gestir því von á miklu stuði sem gefur tóninn fyrir sjálfa hátíðina sem hefst formlega daginn eftir.
Herra Hnetusmjör mun einnig koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal á föstudagskvöldinu og þar lofar hann sínu allra stærsta “showi”.
Herra Hnetusmjör, Alexander Jarl og félagar bætast þá í hóp með Emmsjé Gauta, Friðrik Dór, Hildi, Rigg viðburðum, Skítamóral, Stuðlabandinu og Dimmu.