Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var rætt um samning um ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, fyrir lögblinda íbúa Vestmannaeyja sem geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar.
Ráðið samþykkti að Vestmannaeyjabær geri samning við Blindrafélagið um að það taki að sér að veita ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu fyrir þetta fólk.
Umsækjendur sækja um ferðaþjónustu til Fjölskyldu- og fræðslusviðs sem fer yfir umsókn og ákveður fjölda ferða í samræmi við mat á þörf. Hámark ferða eru allt að 20 ferðir á ári.
Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur ákvörðun um frávik frá hámarksfjölda að undangengnu þjónustumati.