Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV, er á leið til norska félagsins Sarpsborg 08 á láni en þetta staðfesti Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í kvöld. ÍBV hefur ákveðið að samykkja lánstilboð Sarpsborg með þeim fyrirvara að Þórarinn Ingi skrifi undir nýjan samning við Eyjamenn.