Frá því fyrir miðja síðustu öld hafa Vestmannaeyingar fagnað þrettándanum með glæsibrag þar sem saman koma jólasveinar, álfar, púkar og tröll að ógleymdum Grýlu og Leppalúða sem eru í heiðurssæti á hátíðinni. �?að er mikið lagt í búninga og mikið kapp lagt á að tröllin séu sem svakalegust. �?etta er mikið sjónarspil sem hefst með flugeldasýningu af Hánni þaðan sem jólasveinarnir ganga niður með kyndlana á lofti. Síðan tekur við ganga um bæinn sem endar á malarvellinum við Löngulág þar sem dansað er í kringum mikinn bálköst. Mannfjöldi fylgist með og hafa þeir sjaldan verið fleiri sem fylgdust með en á þrettándanum í ár enda veður einstaklega gott.
Birgir Guðjónsson, Biggi Gauja eins og hann er venjulega kallaður, hefur aðstoðað Grýlu frá árinu 1967 og var hann með henni í 51. skiptið á þrettándanum í ár. �??Að hugsa sér, það er fullyrt að ég hafi byrjað 1967 og hef verið með í þessu síðan. �?au voru því orðin 50 skiptin í fyrra samkvæmt myndum sem til eru,�?? segir Biggi í spjallið við blaðamann í síðustu viku. �?á lá hann í flensu sem hafði verið að hrjá hann um áramótin en það aftraði honum ekki að mæta á þrettándann.
�??�?etta er búið að vera rosalega gaman annars hefði maður ekki staðið í þessu í öll þessi ár. �?að var pabbi sem ýtti mér út í þetta. Hann var Leppalúði í nokkur ár og Unnur Guðjóns Grýlan og komum við �?órður Hallgríms inn fyrir þau árið 1967. Pabbi hafði engan tíma í þetta því hann hafði svo mikið að gera í tröllunum. Hafa ýmsir staðið mér við hlið í þessum slag.�??
�?rátt fyrir hálfrar aldar feril í Grýluhlutverkinu segir Biggi að þetta sé alltaf jafn gaman. �??Svo megum við ekki gleyma öllu fólkinu, sem telur um 200 manns, sem vinna þetta allt í sjálfboðaliðsvinnu. �?að er enginn yfir þessu starfi en samt gengur þetta allt eins og smurð vél.�??
Biggi segir þrettándann hluta af menningu Eyjamanna og viljinn til að halda þessu gangandi sé það sem haldi fólki við efnið. �??�?að er þessi gleði í kringum undirbúninginn og hátíðina sjálfa sem ýtir manni í gang. Ef maður kemst ekki í gott skap í öllum þessum hamagangi er eins gott að koma sér heim. Já, það er svo margt sem gerir þessa hátíð okkar Eyjamanna alveg einstaka.
Við höfum yfirleitt verið ofsalega heppin með veður. Stundum hefur dúrað rétt á meðan á hátíðinni stendur og skollið á vitlaust veður strax eftir að henni lýkur. Í þetta skiptið var blíða allan daginn sem gerir þetta svo miklu skemmtilegra og léttara,�?? sagði Biggi að endingu.