ÍBV tryggði sér í dag þriðja sætið í Pepsídeild kvenna með því að leggja Fylki að velli 2:0. Leikurinn fór fram á Hásteinsvelli við frábærar aðstæður, sól og blíða og völlurinn mjúkur og góður eftir rigningu síðustu daga. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrra mark ÍBV undir lok fyrri hálfleiks og Vesna Smiljkovic bætti við öðru markinu þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Fjórum stigum munar nú á ÍBV og Þór/KA, sem er í fjórða sætinu.