Eimskip, Samskip og Sæferðir buðu í rekstur Vestmannaeyjaferju 2012-2014. Átti að opna tilboðin í dag en í ljós kom villa í töflu í tilboðslýsingunni og var því opnun tilboðanna frestað um viku. Vegagerðin óskaði eftir tilboðun í rekstur á ferjuleiðinni Vestmannaeyjar-Landeyjahöfn annars vegar og Vestmannaeyjar-Þorlákshöfn hins vegar, til að annast fólks-, bifreiða- og farmflutninga með Herjólfi.