Tímapantanir fólks með �??undirliggjandi sjúkdóma�?? og frá þunguðum konum vegna svínaflensu hefst í dag
22. október, 2009
Heilsugæslustöðvar landsins taka frá og með deginum í dag, 22. október, við tímapöntunum frá sjúklingum með tilgreinda „undirliggjandi sjúkdóma“ og frá þunguðum konum vegna bólusetningar við inflúensunni A(H1N1). Byrjað verður að bólusetja þá sem þetta á við mánudaginn 2. nóvember 2009 og gert er ráð fyrir að það taki um fjórar vikur að bólusetja alla í þessum hópum – á sjötta tug þúsunda landsmanna.