„Við tökum fréttum af þessari hátíð mjög alvarlega,“ segir Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar. Að minnsta kosti þremur komum var byrluð ólyfjan á Bestu útihátíðinni á Gaddstaðaflötum við Hellu um þarsíðustu helgi. Páll segir að öflugt eftirlit verði tryggt á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum.