ÍBV tók á móti nýliðum Olís-deildar kvenna, Aftureldingu í Eyjum í dag. En það var engann nýliðabrag að sjá á þeim í dag og leikurinn jafn og spennandi allan tímann.
Afturelding fór með forystuna allan fyrri hálfleikinn þó mörkin hefðu ekki verið mörg. Staðan í hálfleik 6-8, gestunum í vil.
Sama jafnræðið var áfram með liðunum í upphafi síðari hálleiks en um miðbik hans komust Eyjastúlkur yfir 10-9. Því forskoti héldu þær til leiksloka og urðu lokatölur 15-13.
Ásta Björt Júlíusdóttir var markahæst hjá ÍBV með þrjú mörk. Aðrir markaskorarar voru
Kristrún Hlynsdóttir 2
Ester Óskarsdóttir 2
Karolina Olszowa 2
Harpa Valey Gylfadóttir 2
Sunna Jónsdóttir 2
Ksenija Dzaferovic 1
Bríet Ómarsdóttir 1
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst