Að kvöldi 20. maí sl. var lögreglu tilkynnt um að eldur logaði í dekkjum á bifreið sem var á bifreiðastæði við Flugstöðina. �?ar sem hætta var á að eldurinn læstist í bifreiðar sem þarna voru var slökkviliðið kallað út. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð lítið tjón á bifreiðinni. Ástæða þess að kviknaði í hjólbörðum bifreiðarinnar var sú að ökumaður hennar hafði verið að reykspóla með þeim afleiðingum að hjólbarðarnir hitnuðu það mikið að eldur kviknaði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst