Tveir leikmenn verða í agabanni gegn KR í kvöld. Þetta eru sóknarmennirnir Tryggvi Guðmundsson og Eyþór Helgi Birgisson. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV staðfesti þetta í viðtali í Boltanum á X-inu. „Þetta eru gífurleg vonbrigði. Ég ætlast til þess að menn fari eftir mínum reglum, sagði Magnús m.a. í þættinum.
“