Bæði kvenna- og karlaalið ÍBV fóru með sigur af hólmi í fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Stelpurnar tóku á móti Gróttu þar sem lokatölur voru 34-25 og var Ester �?skarsdóttir markahæst með 12 mörk. Strákarnir fengu síðan Hauka í heimsókn þar sem lokatölur voru 34-28 og var Theodór Sigurbjörnsson markahæstur með níu mörk.