Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum mun að venju í júlímánuði bjóða upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 397 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu, drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu djúp spor í sögu Vestmannaeyja og því er full ástæða til að minnast þeirra og miðla milli kynslóða Eyjamanna.
Nú í ár minnist Sögusetrið atburðanna með dagskrá sem dreifist á þrjá daga. Hinn 8. júní sl. var dagskrá í Krosskirkju í Austur- Landeyjum þar sem fjallað var um Kláus Eyjólfsson sem kom út til Vestmannaeyja nokkru eftir ránið og skrifaði vandaða frásögn um atburðina sem hér gerðust. Þá var og fjallað um altaristöflu kirkjunnar sem Kláus gaf en sú tafla hefur augljósa skírskotun til ránsins í Eyjum. Dagskrá þessi var fjölsótt og heppnaðist í alla staði vel.
Dagana 20. – 21. júlí verður dagskrá hér í Vestmannaeyjum þannig:
Í dag kl. 11.00 – Létt ganga (1 ½ klst.)
Komið verður saman við Landakirkju og nokkrir þættir úr sögu hennar ræddir. Gengið verður að Stakkagerðistúni að minnisvarða um Guðríði Símonardóttur. Þá verður gengið á Skansinn þar sem rætt verður um ýmsa sögulega þætti Tyrkjaránsins. Boðið verður upp á kaffi og svaladrykki. Göngustjóri verður Ragnar Óskarsson.
Á morgun – Kl. 13.00 Dagskrá í anddyri Safnahúss. 1 ½ klst.)
Öll velkomin
Ragnar Óskarsson
Höfundur er formaður Sögusetursins 1627.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst