Uppgjör við 2024 og pælingar varðandi 2025
Georg Eiður Arnarson skrifar
4. janúar, 2025
gea_opf
Greinarhöfundur á miðunum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Risastórt ár að baki hjá mér og endirinn sennilega hvað skemmtilegastur, en ég upplifði það sem að mig hafði lengi dreymt um, að halda upp á stórafmæli á sólarströnd, sem og ég gerði þann 28. nóvember þegar ég varð sextugur, á Kanaríeyjum. Virkilega skemmtilegt og vel heppnuð ferð. En fleiri stórir atburðir voru í fjölskyldunni, en þann 13. júlí í sumar fékk ég að leiða elstu dóttur mína í brúðkaupi hennar og hennar eiginmanns.

Lundasumarið

Fyrir ca. 10 árum síðan var ég spurður að því, hvaða líkur ég teldi vera á því að ég ætti eftir að upplifa það aftur að fara upp í Heimaklett og veiða lunda, en ég svaraði því þá þannig að ég teldi það afar hæpið og eiginlega alveg vonlaust, en kraftaverkin gerast. Lundinn mætti í milljóna tali til Eyja í sumar og ég fór upp í Heimaklett og veiddi nokkra lunda. Ótrúlegur viðsnúningur hjá lundastofninum núna síðustu árin og ótrúlega bjart framundan, eða hvað?

12. desember sl. var haldinn fundur hér í Eyjum sem ég ætlaði að mæta á en missti af með m.a. fuglafræðingum, en ég hef nú fengið fundargerð af fundinum, þar sem kemur alveg skýrt fram hjá fuglafræðingum að lundastofninn sé hruninn og lundinn sé kominn á válista þessvegna, en þessu var að sjálfsögðu mótmælt af Eyjamönnum sem voru á fundinum, en klárlega er þessu máli ekki lokið, enda er þetta hagsmuna mál fyrir fuglafræðingana.

Pólitíkin

Ég hef nú fjallað ýtarlega um endalok mín í Flokki fólksins, en eins og kom fram þar, þá leysti ég af á þingi í maí sl. Mér bauðst reyndar að vera fram í júní líka en ákvað að gefa næstu manneskju á listanum tækifæri til að reyna sig þarna, enda hafði ég þá þegar ákveðið að ég myndi að öllum líkindum hætta í flokknum, en það eru mjög margir sem vilja sjá mig þarna á Alþingi íslendinga og ég hef því átt erfitt með að svara því. Einnig hafa nokkrir skammað mig fyrir að hætta í flokknum núna í haust, en þeir eru ekki færri sem hafa hrósað mér fyrir það að koma hreint fram.
Það var rætt við mig af forsvarsmönnum og stuðningsmönnum hjá tveimur öðrum framboðum, en ég hafði frekar lítinn áhuga á því.

Niðurstöðurnar úr kosningunum komu mér ekki á óvart og mér lýst bara vel á nýja ríkisstjórn, vonandi verða alvöru breytingar og þá kannski sérstaklega í sjávarútvegsmálum, sem hafa verið í frosti allt of lengi.

Eitt af því sem kannski ýtti mér út í þetta fyrir 3 1/2 ári síðan, var að vissu leyti ákveðin forvitni um það, hvernig væri að fara í framboð þar sem kosningabaráttan væri alvöru kosningabarátta, þar sem farið væri í gríðarlega mikla auglýsingaherferð með öflugu kosningateymi og þar sem maður mátti ekkert senda frá sér án þess að það væri lesið yfir. Og já, þó þetta hafi stundum verið erfitt þá hafði ég gaman að þessu og ef einhverjir halda að baráttu Ingu Sæland fyrir kjörum þeirra sem minna mega sín sé lokið vegna þess að hún sé komin í ríkisstjórn, þá er það langt í frá svo. Inga er alveg hörku dugleg og hörku klár og hún á eftir að koma mörgum á óvart.

Ég fór á strandveiðar í sumar, en missti reyndar af maí vegna starfa á öðrum vinnustað, en fiskiríið var ágætt og bara dapurlegt að veiðarnar væru stöðvaðar rétt liðlega hálfnaðar, þegar haft er í huga að sjórinn er fullur af fiski sem aðeins örfáir mega veiða og svolítið sérstakt að sjá alla þessa baráttu SFS gegn strandveiðunum, þegar haft er í huga að strandveiðarnar eru aðeins ca. 3% af íslenskum sjávarútvegi, en græðgin er jú botnlaus. Veðurfarið var alveg einstaklega erfitt síðasta sumar og ofboðslega misjafnt, hvernig gekk í öðrum landshlutum.

2025

Vonandi verður veðurfarið á þessu sumri betra heldur en því síðasta og vonandi verður búið að tryggja aflaheimildir fyrir næsta strandveiðisumar og vonandi mætir lundinn aftur í milljónatali. Það eru 3 málefni sem eru sérstaklega í umræðunni hér í Eyjum sem mig langar að koma aðeins inn á.

Nr. 1 Minnisvarði um gosið 1973
Ef ég skil málið rétt, þá var það fyrrum forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sem átti hugmyndina amk að einhverju leyti og setti einhverja fjármuni í þetta fyrir hönd ríkisins, en eyjamenn verða síðan að borga rest, en hver þessi rest verður er kannski einmitt stóra spurningin. En nú erum við bæði með hraunið, Eldfellið og Eldheima og ég set því stórt spurningamerki við það að fara að setja einhverja fjármuni í þetta, en það fer þá að sjálfsögðu hvað það á að kosta og hvað það á að gefa okkur?

Nr. 2 Hitalagnir og gerfigras á Hásteinsvelli
Þarna er komið annað mál sem mér finnst ofboðslega skrýtið allt saman vegna þess, að þegar þessi liðlega hálfa knattspyrnuhöll var byggð fyrir ekkert svo löngu síðan, þá var alltaf talað um það, að síðar meir væri þá hægt að klára höllina og koma þar fyrir alvöru keppnisvelli, en nú talar enginn um það lengur, en þar sem ég er svo heppinn að hafa fengið að upplifa alla þá risastóru sigra sem við eyjamenn höfum svo sannarlega átt á Hásteinsvelli, þá hefði ég nú helst viljað halda honum eins og hann hefur alltaf verið, mín skoðun.

Nr. 3 Hótel og sjávarböð í hrauninu austan við Skansinn
Ég fór nú ekki sjálfur á kynningarfundinn um þetta, en lenti á spjalli við nokkra sem mættu og sitt sýnist hverjum. En það sem ég hefði viljað sjá gerast ef af þessu verður, þá liggur fyrir að hér í Eyjum var stofnað lítið fyrirtæki fyrir nokkrum árum síðan með það að markmiði að kanna möguleikann á að framleiða raforku með því að nýta sjávarföllin til þess. Ég hefði viljað sjá það verkefni og þetta vinna saman og gera þar með hótelið hugsanlega að hóteli sem, á allan hátt, væri rafvætt með orku framleiddri úr hafinu við Eyjar og þar með hef ég komið því á framfæri.

Við lifum á átakatímum og ef það er eitthvað sem ég vildi að ég gæti óskað mér á nýju ári, þá er það að þau mál myndu leysast farsællega á nýju ári.

Óska öllum Eyjamönnum og landsmönnum gleðilegs nýs árs og takk fyrir það gamla.

 

Georg Eiður Arnarson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

Nýjar fréttir

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst