Upphitun undir gervigrasið á Hásteinsvelli – fjárfesting í framtíð barna og samfélags
29. desember, 2024
Hásteinsvöllur. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Framundan eru stórar framkvæmdir sem munu hafa mikil áhrif á íþróttastarf og samfélagið í Vestmannaeyjum. Lagning gervigrass á Hásteinsvöll er löngu tímabær og mikilvæg, en hún má ekki vera hálfkláruð. Að sleppa því að leggja hitalagnir undir völlinn núna væri skammsýn ákvörðun sem gæti haft í för með sér aukinn kostnað og minni nýtingu í framtíðinni. Við verðum að sjá til þess að þessi framkvæmd skili sem mestum ávinningi fyrir börnin okkar og samfélagið okkar.

Hitalagnir – lykillinn að heilsárs notkun

Með upphitun undir gervigrasið yrði Hásteinsvöllur nýtanlegur allt árið. Það eykur notagildi vallarins og stuðlar að betri nýtingu fjármagns sem þegar hefur verið ráðstafað til framkvæmdarinnar. Þegar horft er til annarra sveitarfélaga sem hafa innleitt upphitun, hefur það ekki aðeins lengt líftíma gervigrassins heldur einnig stuðlað að auknu öryggi og minni slysahættu, sem er sérstaklega mikilvægt fyrir börn og ungmenni.

Áætlanir um rekstrarkostnað hitalagna hafa verið gagnrýndar og réttilega svo. Þær forsendur sem bæjaryfirvöld leggja til grundvallar eru bersýnilega óraunhæfar miðað við reynslu annarra félaga, svo sem Víkinga í Reykjavík. Þeir hafa sýnt fram á að raunnotkun og kostnaður við slíka upphitun getur verið mun lægri. Meðalhitastig í Vestmannaeyjum gefur jafnframt til kynna að þörfin fyrir upphitun væri minni en á höfuðborgarsvæðinu.

Áhrif siglinga og veðurs

Það er ekki aðeins nýtingartími vallarins sem skiptir máli. Vestmannaeyjar eru háðar samgöngum við meginlandið og á vetrartímum er Landeyjahöfn oftast fær í norðanátt. Því miður fylgir norðanáttinni frost, sem þýðir að völlurinn gæti orðið ónothæfur ef ekki er upphitun til staðar jafnvel þó lið frá meginlandinu kæmust yfir. Í slíkum aðstæðum myndu því börn og unglingar sem ættu að spila heimaleiki undir merkjum ÍBV nauðbeygð til að ferðast meira og líkt og í dag spila heimaleiki sína uppi á landi sökum aðstöðuskorts. Því fylgir aukinn kostnaður á heimili barnanna, aukin fjarvera ungra íþróttamanna frá námi auk þess sem þekkt er að ferðalög skapa aukið álag, bæði líkamlegt og andlegt á íþróttamenn. Við verðum að spyrja okkur: Erum við tilbúin að leggja þetta aukaálag á börnin og íþróttamennina okkar til að spara nokkrar krónur í stóra samhenginu?

Minni ferðalög, minni kostnaður, meiri samvera

Með upphitun yrði hægt að spila heimaleiki í Vestmannaeyjum, jafnvel á köldustu tímum ársins. Það myndi ekki aðeins draga úr ferðalögum og útgjöldum fjölskyldna heldur einnig spara tíma sem annars færi í að ferðast til og frá heimabyggð. Fyrir foreldra og börn myndi þetta skapa meiri stöðugleika og bæta lífsgæði. Það er mikilvægt að við hugsum um áhrif slíkrar ákvörðunar á fjölskyldulíf í Vestmannaeyjum – samfélagið okkar á að vera barnvænt og styðja við börn og ungmenni.

Samfélagsleg ábyrgð og framtíðarsýn

Vestmannaeyjabær hefur lengi verið þekktur sem fjölskylduvænt samfélag og íþróttabær, hér er gott að búa, enda lögð áhersla á fjölbreytt mannlíf, sterka íþróttaiðkun og fjölskyldugildi. Ákvörðunin um að sleppa hitalögnum gengur þvert á þann metnað. Með því að setja hitalagnir núna, jafnvel þó þær verði ekki strax tengdar, sýnum við að við erum tilbúin að fjárfesta í framtíðinni. Þetta er ekki kostnaður, heldur fjárfesting sem mun skila sér margfalt til baka í formi aukins notagildis, minni slysahættu, betri nýtingar fjármagns og að ógleymdu hagræðingar fyrir heimilin.

Kallað eftir breyttri ákvörðun

Við sem samfélag hljótum að vilja búa svo um hnútana að börnin okkar og fjölskyldur þeirra njóti bestu mögulegu aðstöðu. Það er ekki nóg að láta sig dreyma um betri framtíð fyrir íþróttastarfsemi í Vestmannaeyjum – við verðum að láta verkin tala. Bæjaryfirvöld þurfa að endurskoða forsendur sínar, leita hagkvæmra lausna og tryggja að hitalagnir verði lagðar undir Hásteinsvöll núna. Það er eina leiðin til að tryggja að þessi framkvæmd uppfylli þær væntingar sem við höfum öll um íþróttaaðstöðu í heimabyggð og verði sá minnisvarði sem þarf að rísa.

Við eigum ekki að sætta okkur við hálfkláraðar lausnir. Förum alla leið – gerum betur fyrir börnin okkar.

 

Ásta Hrönn Guðmannsdóttir

Davíð Egilsson

Eyrún Sigurjónsdóttir

Guðbjörg Guðmannsdóttir

Halla Björk Hallgrímsdóttir

Helga Sigrún Þórsdóttir

Jónas Guðbjörn F. Jónsson

Óskar Jósúason

Richard Bjarki Guðmundsson

Sindri Viðarsson

Þorsteina Sigurbjörnsdóttir

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst