Ekkert bólar enn á útboði á hönnun nýrrar farþegaferju sem kemur til með að sigla milli lands og Eyja. Á fundi um samgöngumál Vestmannaeyja, sem haldinn var í lok febrúar í Siglingastofnun, var tilkynnt að stefnan væri að bjóða út hönnun nýrrar ferju fyrir páska.