Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum Eyjamanni og gestum sem hafa sótt Eyjarnar heim að miðbærinn hefur tekið stórstígum framförum. Það eru ekki bara að rísa ný hús heldur hefur gatnakerfið tekið stakkaskiptum þar sem mikil vinna hefur verið lögð í hellulögn og lagningu kantsteina. Allt er þetta vel af hendi leyst og allt handbragð til fyrirmyndar. Þar er að verki Agnar Torfi Guðnason og hans menn hjá Hellugerð Agnars Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær og Hitaveita Suðurnesja, nú HS-veitur, eru hans helstu viðskiptavinir en hlutur einstaklinga hefur farið vaxandi.