Við í Verkdeild Barnaskólans, sem samanstendur af fimm flottum peyjum og starfsfólki, viljum koma kærum þökkum til Kiwanismanna í Vestmannaeyjum. Þeir voru svo höfðinglegir að færa okkur að gjöf Prowise snjallsjónvarp sem mun nýtast okkar nemendum vel í allskyns kennslu, sem er bæði skemmtileg og fjölbreytt. Þetta sjónvarp mun hjálpa okkur starfsfólki að nýta styrkleika nemenda og koma til móts við þeirra áhuga í námi til að ná sem mestum framförum. Tækið býður einnig upp á mikla skemmtun í námi sem er mikilvægt fyrir okkur öll hér í Verkdeildinni.
Hér má sjá myndir sem teknar voru við afhendingu sjónvarpsins, á myndunum eru fulltrúar frá Kiwanis í Vestmannaeyjum, kennara og starfsfólk Verkdeildar ásamt nokkrum nemendum í Barnaskóla Vestmannaeyja.
Um leið og við þökkum sérstaklega fyrir þessa höfðinglegu gjöf viljum við minna alla Vestmannaeyinga á að kaupa Kiwanis -nammið sem selt verður nú á næstu vikum. Ágóði þess rennur til góðra málefna hér innanbæjar eins og t.d. þetta.
Fyrir hönd allra í Verkdeild Barnaskólans
Rakel Ósk Guðmundsdóttir
Sigríður Sigmarsdóttir
Róbert Sigurðarson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst