Vel heppnuð sjómannadagshelgi | MYNDIR
7. júní, 2016
Sjómannadagshelgin 2016 heppnaðist vel að vanda, veðrið var gott og dagskráin til fyrirmyndar. Hátíðarhöldin voru með nokkuð hefðbundnu sniði þetta árið en helgin hófst með skemmtikvöldi Árna Johnsen og félaga á fimmtudagskvöldinu. Stemmninginn var góð og fólk söng og skemmti sér frameftir kvöldi. Föstudagurinn hófst svo með opna sjóaramótinu í golfi, þar sem ræst var út klukkan 8.00. �?átttaka á mótinu var góð en rúmlega 100 þáttakendur tóku þátt að þessu sinni. Keppt var í þrem flokkum og hefur sjómannaflokkurinn aldrei verið eins stór, en nú tóku þátt 36 starfandi sjómenn. Gylfi �?gisson opnaði glæsilega afmælissýningu um árabátasjómenn í Einarsstofu í Safnhúsinu. Um var að ræða nýjar og nýlegar myndir til heiðurs kempum hafsins. Um kvöldmatarleytið var Togara bjórinn frá Brothers brewery formlega kynntur á Einsa Kalda. Leó Snær leit þar við og tók nokkur lög og var fólk almennt hrifið af þessum nýja bjór. Skemmtilegt framtak hjá strákunum og má til gamans geta að á laugardagskvöldinu var Togarinn valin bjór ársins 2016 á bjórhátíð sem haldin var á Hólum um helgina. Um kvöldið var svo rokkað til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra í Höllinni. En það voru þeir félagar í Skonrokk sem tóku alla helstu rokkslagara áttunda áratugarins. Höllin var troðin líkt og síðustu ár á þessum tónleikum og stemmning var gríðaleg. �?essir tónleikar Skonrokks hafa svo sannarlega slegið í gegn og eru orðin fastur liður hjá mörgum um sjómannadagshelgi.
Vel heppnaður dagur á Vigtartorgi
Laugardagurinn hófst svo með dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns á Nausthamarsbryggju, þar sem vegleg verðlaun voru í boði fyrir stærsta fiskinn og flestu fiskana. 62 hressir krakkar tóku þátt en Birta Agnarsdóttir veiddi stærsta marhnútinn, Miguel Smári stærsta kolann, �?orbjörn Hinriksson stærsta krabbann og stærsta ufsann veiddi Reynir �?ór Egilsson. Reynir �?ór fékk einnig tegundarverðlaunin og veiddi flesta fiska. Síðan lá leiðin á Vigtartorgið þar sem þar sem skemmtileg dagskrá var í boði fyrir börn og fullorðna. Veðrið var hið þokkalegasta og fjölmennt var á svæðinu. Ribsafari bauð upp á ódýrar ferðir, Björgunarfélagið var með opin klifurvegginn sinn og Leikfélag Vestmannaeyja var á svæðinu og skemmti gestum og gangandi. Að sjálfsögðu var svo hoppukastlar í boði fyrir börnin og Halli Geir stóð fyrir keppni í sjómann. Kappróðurinn var á sínum stað, en þar unnu Ísleifsmenn áhafnarbikarinn og tímabikarinn. Skipalyftumenn unnu landkrabbabikarinn, félagsbikarinn vann Jötunn og stöðvarbikar vann Vinnslustöðin bæði í kvenna og karlaflokki. Sæþór Ágústsson vann svo sjómannaþrautina.
Skemmtileg stemmning í Höllinni
Glæsileg dagskrá var svo síðar um kvöldið í Höllinni þar sem að sjómenn, eiginkonur og aðrir gestir komu saman og borðuðu ljúfengan veislu mat frá Einsa Kalda og skemmtu sér fram á rauða nótt. Skemmtikraftar kvöldsins voru ekki af verri endanum, en það voru þau Ágústa Eva Erlendsdóttir, �?orsteinn Guðmundsson, Leó Snær, Sunna Guðlaugsdóttir og Sarah Renee sem sáu um að gestir Hallarinnar skemmtu sér konunglega. Síðar um kvöldið mætti svo brekkusöngskóngur eyjanna, Árni Johnsen og kveikti í liðinu fyrir ballið sem strákarnir í Buff sáu um.
Hátíðlegur sjómannadagur
Sjálfur sjómannadagurinn á sunnudeginum var svo með hefðbundnu sniði, en dagurinn að þessu sinni var tileinkaður sjómannskonunum, Sísí Garðarsdóttur og Sigríði Ágústu �?órarinsdóttur, en báðar létust þær fyrir skömmu eftir stranga barráttu við krabbamein. Dagurinn hófst með hinni árlegu sjómannamessu í Landakirkju og að henni lokinni lögðu hjónin Ríkharður Zoëga Stefánsson og Matthildur Einarsdóttir blómsveig við minnisvarða drukknaðra.
Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni fylgdi í kjölfari og var vel mætt enda veðrið fínt. Lúðrasveit Vestmannaeyja opnaði dagskránna undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar og Karlakór Vestmannaeyja söng nokkur lög undir stjórn �?órhalls Bárðarsonar. Virkilega skemmtilegt að sjá þarna flotta og hæfileikaríka Eyjapeyja syngja fyrir framan fullu túni af fólki. Ræðumaður sjómannadagsins var Sveinn Rúnar Valgeirsson. Verðlaun voru veitt fyrir þær keppnir sem höfðu verið í gangi alla helgina.
Heiðrun sjómanna
Að vanda voru menn heiðraðir á sjómannadaginn fyrir vel unnin störf í þágu sjávarútvegsins í Vestmannaeyjum og sá Snorri �?skarsson um það eins og síðustu ár.
Að þessu sinni heiðraði Sjómannafélagið Jötunn Ríkharður Zoëga Stefánsson sem einnig var heiðraður af Sjómannadagsráði fyrir vel unnin störf, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi heiðraði Sigurjón �?skarsson, Vélstjórafélagið heiðraði Matthías Sveinsson og Sjómannadagsráð Vestmannaeyja heiðraði þá Stefán Birgisson, Grettir Inga Guðmundsson, Sigurð Sveinsson, Sigurð �?ór Hafsteinsson, �?ttar Gunnlaugsson, Guðjón Gunnsteinsson og Ríkharður Zoëga Stefánsson. Áhöfnin á Frá VE 78 fékk heiðursskjöld Sjómannadagsráð fyrir giftursamlega björgun á Gunnlaugi Erlendssyni er bátur hans Brandur VE 220, brann austur af Eyjum þann 25. Nóvember síðastliðinn. Að lokum er vel við hæfi að hrósa Sjómannadagsráði Vestmannaeyja fyrir vel heppnaða helgi. �?að er mikil vinna sem lögð er í helgi eins og þessa og eiga þeir heiður skilið fyrir að undirbúa fjöruga helgi sem allir bæjarbúar geta tekið þátt í.
Hér má sjá myndir frá helginni, en �?skar Pétur ljósmyndari Eyjafrétta var duglegur að mynda viðburði helgarinnar.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.