Vegna vinnu Landsnets við útskiptinu á spenni í Rimakoti verður skerðing á orkuafhendingu til Vestmannaeyja sunnudaginn 6. september milli klukkan 9 �?? 23. HS Veitur munu annast forgangsorku í Eyjum með keyrslu dísilstöðva. Eyjamenn eru vinsamlegast beðnir um að spara rafmagn eins og kostur er – það hjálpar til við að halda kerfinu inni. Búast má við truflunum á meðan viðgerð stendur.
Upplýsingar um framgang verksins er hægt að nálgast á heimasíðu Landsnets