Fólkinu fjölgar í eyjunum enn
og öllum ber saman um það.
Hér eigi það heima, hér eigi það senn
heimsins fegursta stað.
Þessar fallegu ljóðlínur Gylfa Ægissonar hafa oftsinnis komið upp í huga mér á undanförnum misserum er fréttir hafa borist af fólksfjölgun á eyjunni fögru. Fréttir af þessum toga vekja með fólki bjartsýni á framtíðina og ýta undir frekari uppbyggingu í Vestmanneyjum.