Vertíðarstemmningin við humar- og makrílvinnslu í Vestmannaeyjum er á við það sem gerðist fyrir tæpum þremur áratugum segir mannaflsstjóri Vinnslustöðvarinnar, Þór Ísfeld Vilhjálmsson. Hann segir að um 150 manns hafi verið ráðnir við fiskvinnslu fyrirtækisins frá því um miðjan maí.