�?lduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip
sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Leyfið sem skipið hefur er bundið við siglingar í Landeyjahöfn. Ef spáin gengur eftir er því veruleg óvissa með næstu daga, því Röst hefur ekki heimild til að sigla í �?orlákshöfn
Ljóst er að viðgerðirnar á Herjólfi sem nú standa yfir tefjast eitthvað fram í október, meðan beðið er varahluta í gír skipsins. Á meðan verður notast við Röst sem hefur undanþágu
til að sigla á C-hafsvæðinu milli lands og Eyja út septembermánuð. Sú skilgreining svæðisins dettur hins vegar út 1. október.