Vest­manna­eyj­ar eru með sömu gjald­skrá og í fyrra
20. janúar, 2016
Garðabær er með mun hærri verðskrá held­ur en Skaga­fjörður, Reykja­nes­bær og Reykja­vík
�?egar skoðaður er sam­an­lagður kostnaður fyr­ir skóla­dag­vist­un með hress­ingu og há­deg­is­mat, er Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður með lægsta verðið fyr­ir þessa þjón­ustu á 22.953 kr./�??mán. en hæsta verðið er hjá Garðabæ 35.745 kr./�??mán. en það er 12.792 kr. verðmun­ur á mánuði eða 56%. �?etta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ.
Verðlags­eft­ir­lit ASÍ kannaði breyt­ing­ar á gjald­skrám fyr­ir skóla­dag­vist­un ásamt hress­ingu og há­deg­is­mat, fyr­ir yngstu nem­end­ur grunn­skól­anna, hjá 15 fjöl­menn­ustu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. �?riggja tíma dag­leg vist­un eft­ir skóla ásamt síðdeg­is­hress­ingu og há­deg­is­mat í 21 dag er dýr­ust á 35.745 kr. hjá Garðabæ og ódýr­ust á 22.953 kr. hjá Sveit­ar­fé­lag­inu Skagaf­irði.
Ekki er tekið til­lit til seðilgjalda eða annarra inn­heim­tu­gjalda, sem leggj­ast ofan á gjöld­in sem inn­heimt eru jafn­vel í tvennu lagi. Einnig er oft í boði ávaxta­stund og mjólkurá­skrift á skóla­tíma sem er held­ur ekki tek­in með í sam­an­b­urðinum.
Hvað kost­ar há­deg­is­mat­ur­inn?
�?rett­án sveit­ar­fé­lög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað gjald­skrána fyr­ir há­deg­is­mat milli ára. Tekið er mið af mánaðaráskrift í sam­an­b­urðinum. Mesta hækk­un­in er 9% hjá Garðabæ og Sveit­ar­fé­lag­inu Skagaf­irði. Gjaldið hækk­ar úr 428 kr. í 465 kr. hjá Garðabæ og úr 359 kr. í 391 kr. hjá Sveit­ar­fé­lag­inu Skagaf­irði.
Hækk­un­in er 7% hjá Ísa­fjarðabæ og 6% hjá Vest­manna­eyj­um og Fljót­dals­héraði en um 2-5% hjá hinum. Hjá Hafn­ar­fjarðar­kaupstað og Reykja­nes­bæ er eng­in hækk­un á milli ára. Mjög mis­jafnt er hvað for­eldr­ar þurfa að greiða fyr­ir há­deg­is­mat­inn, en mun­ur­inn er allt að 43% á milli sveit­ar­fé­lag­anna.
Dýr­asta gjaldið er hjá Ísa­fjarðarbæ en þar kost­ar máltíðin 480 kr. en ódýr­asta gjaldið er 335 kr. hjá Akra­nes­kaupstað sem er 145 kr. verðmun­ur.
Mos­fells­bær og Hafn­ar­fjörður hækka mest
Tólf sveit­ar­fé­lög af þeim fimmtán sem eru til skoðunar hafa hækkað hjá sér gjald­skrána fyr­ir skóla­dag­vist­un með hress­ingu á milli ára. �?dýr­asta er mánaðar­gjaldið á 14.165 kr. Dýr­ast er gjaldið 25.980 kr. hjá Garðabæ. Verðmun­ur­inn eru 11.815 kr. eða 83%. Mesta hækk­un á gjald­skránni er 5% hjá Mos­fells­bæ og Hafn­ar­fjarðar­kaupstað, úr 18.900 kr. í 19.845 kr. hjá Mos­fells­bæ og úr 16.545 kr. í 17.311 kr. hjá Hafn­ar­fjarðar­kaupstað. Hin sveit­ar­fé­lög­in hafa hækkað gjald­skránna um 1-4% nema sveit­ar­fé­lög­in Reykja­nes­bær, Fljót­dals­hérað og Vest­manna­eyj­ar sem eru með sömu gjald­skrá og í fyrra.
�?egar skoðaður er sam­an­lagður kostnaður fyr­ir skóla­dag­vist­un með hress­ingu og há­deg­is­mat, er Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður með lægsta verðið fyr­ir þessa þjón­ustu á 22.953 kr./�??mán. en hæsta verðið er hjá Garðabæ 35.745 kr./�??mán. en það er 12.792 kr. verðmun­ur á mánuði eða 56%.
mbl.is greindi frá.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst