Lið Vestmannaeyja keppir í spurningaþættinum Útsvari annað kvöld, föstukvöld en andstæðingurinn að þessu sinni verður lið Seltjarnarness. Liðið skipa að þessu sinni Gunnar K. Gunnarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, Helga Kristín Kolbeins, framhaldsskólakennari og Oddgeir Eysteinsson, kennari og íslenskufræðingur. Gunnar var í liðinu í fyrra en Helga og Oddgeir koma ný inn.