Við lifum á fleiru en launum einum saman
9. maí, 2017
�??Í tengslum við 1. maí koma launin upp í huga fólks eða frekar skortur á mannsæmandi launum fyrir 40 stunda vinnuviku. Í daglegu lífi eru nokkrir mikilvægir þættir sem þurfa að vera í lagi ásamt laununum og vinnuumhverfi, til að standa undir mannsæmandi lífskjörum,�?? sagði Arnar Hjaltalín í samtali við Eyjafréttir af tilefni fyrsta maí, hátíðar- og baráttudags verkafólks. Arnar kemur inn á stöðu verkafólks almennt og stöðuna í heilbrigðismálum og samgöngum í Vestmannaeyjum.
�??Í samfélagi eins og Eyjum sem landfræðilega eru einangraðar þurfum við að berjast fyrir þjónustu sem almenningur víðast hvar veltir ekki einu sinni fyrir sér,�?? sagði Arnar. �??Heilbrigðisþjónusta hefur breyst mikið og nú er ekki lengur rekið hefðbundið sjúkrahús hér heldur heilsugæsla. Sem gerir það að verkum að við þurfum að leita í síauknu mæli til Reykjavíkur eftir sjálfsagðri þjónustu með tilheyrandi kostnaði sem leggst þungt á marga.
Skýrasta birtingarmyndin eru barnafjölskyldur sem þurfa oft og tíðum að vera vikum saman á meginlandinu vegna veikinda barna eða meðgöngu móður. Sú röskun á fjölskyldulífi, vinnutap með tilheyrandi kostnaði og annað óhagræði er ekki líðandi. Lítið sem ekkert er komið á móts við þá aðila er þurfa að fá þjónustu heilbrigðiskerfisins og búsettir eru í Eyjum. Heldur er ríkisvaldið að spara pening á kostnað fólksins er býr hér. Ungt fólk kemur að máli við mig sem býr hér eða er að huga að flutningum hingað. Kemur skýrt fram í máli þeirra að þetta hefur áhrif á ákvarðanir þeirra til búsetu.�??
Um samgöngur, sagði Arnar þær vera lífæð samfélagsins og annar stóri áhrifaþátturinn í búsetuákvörðun og lífskjörum. �??Að stórt bæjarfélag á borð við Eyjarnar skuli búa við jafnmikla óvissu og háa verðlagningu í samgöngum er fyrir löngu orðið ólíðandi. Við verðum að fá samgöngurnar í lag og við þurfum að geta farið milli lands og Eyja á öllum tímum sólarhringsins eins og íbúar í öðrum byggðalögum geta gert.
Nú er staðan sú að ef við komumst á annað borð upp á land, þá er ekki nóg með að fjölskyldufólk þurfi að borga tugi þúsunda fyrir leggina hér á milli. Heldur þarf einnig að borga tugi þúsunda fyrir gistingu aðeins vegna þess að Herjólfur liggur ónotaður og bundinn við bryggju yfir nóttina, og fólk kemst þar af leiðandi ekki heim til sín. Upplit yrði á öðrum íbúum þessa lands ef þjóðvegum væri lokað með hliðum á næturnar og þeir yrðu að kaupa sér næturgistingu þar sem þeir væru staddir eða vera upp á ættingja komnir.�??
Arnar sagði aðgengi að námi vera lykillinn að framtíðinni. �??Nú þegar hafa miklar framfarir orðið í tækni sem leysir mannshöndina af hólmi. Framfarirnar eru að verða sífellt hraðari og innan 10 til 15 ára, en líklega fyrr, stöndum við frammi fyrir gjörbreyttum vinnumarkaði og þar með gjörbreyttu þjóðfélagi. Nám í iðngreinum verður orðið að stórum hluta tækninám og ný störf sem áður voru ófaglærð munu krefjast tæknimenntunar jafnframt því sem ófaglærðum störfum mun fækka með miklum hraða.
Við verðum að vera við þessu búin og efla námið hér frekar því nú er svo komið að tæknivitið verður í askana látið. Við höfum nú þegar grunnskóla, stúdentspróf, iðnnám að hluta, vísi að háskólanámi auk símenntunarmiðstöðvar. Ekki er forsenda til annars en hafa sérhæfða tækniskóla á suðvesturhorninu. �?ví eigum við sem búum fjarri Reykjavík kröfu á að ungmennum af landsbyggðinni séu tryggð sömu fjárhagslegu skilyrði til búsetu og framfærslu við nám þar, eins og ef þau byggju í foreldrahúsum í höfuðborginni. Jafnrétti til náms er ein af grunnstoðum þjóðfélagsins og lykillinn að framtíð atvinnu- og mannlífs hér.�??
Arnar sagði að sem betur fer sé samfélagið í stöðugri þróun, ný tækni í atvinnuháttum, nýir íbúar sem sumir komi langt að og þar með breytist taktur samfélagsins. �??�?etta eru nýjar áskoranir, ný úrlausnarefni ásamt breyttum viðhorfum sem fylgja þessu. Við skulum fagna þessum breytingum, styðja við þær með áherslu á okkar lífsgildi og menningu ásamt þeirri gestrisni sem okkur er töm.
En komum að laununum í samanburði á lífskjörum. �?að er eiginlega orðið hjákátlegt að heyra marga atvinnurekendur í útflutningsatvinnugreinunum segja að ekki sé hægt að borga hærri laun því þá fari allt á hliðina. Sama hvort að evran er á 100 eða 200 krónur þá eru laun verkafólks of mikil að þeirra mati. Á sama tíma eru borguð mun hærri laun í fiskvinnslum í okkar samanburðarlöndum. Að sjálfsögðu ætti að fara saman góður hagur og háar arðgreiðslur fyrirtækis með hærri launum, en það hefur ekki gerst undanfarin ár í útflutningsgreinunum. Kannski er bara best að arðgreiðslurnar séu skattlagðar mikið af ríkinu því ekki fara aurarnir til starfsfólksins í réttu hlutfalli við þær. Hægt væri að nota skatttekjurnar til að jafna lífsskilyrði íbúa á landsbyggðinni við suðvesturhornið.
Baráttan fyrir lífskjörunum mun ekki taka enda, það koma ávallt nýjar áskoranir og ný tækifæri sem munu leiða þjóðfélagið og verkalýðshreyfinguna saman inn í betri framtíð,�?? sagði Arnar að endingu.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.