Huginsmenn eru með eina líflegustu og myndríkustu heimasíðu í flotanum og oft gaman að kíkja þar inn. Huginsmenn eru á landleið. Nýjasta bloggið þeirra ber með sér tilhlökkun og spennu og er svohljóðandi:
Góðan dag kæru vinir.
Við vorum að lesa á netinu um daginn hvað Íslenskir karlmenn væru „stórir“ og vorum við að pæla í því hvar við strákarnir hér um borð værum í skalanum. Var ákveðið að gera þetta af fagmennsku og mæla alla. Hjölli litli strákurinn um borð var settur í mælinga- og dómarasætið, þar sem hann er ekki orðinn nógu stór. Hjölli sem er gasprari mikill og hávær setti hljóðann er hann byrjaði að mæla og náði að stynja upp er þetta var búið,