Bílasýningar eru einn af vorboðunum í Eyjum og fyrstir til að ríða á vaðið þetta árið voru Lexus og Toyota sem sýndu 16 bíla hjá Nethamri um síðustu helgi. Voru menn ánægðir með viðtökurnar.
�??�?að er alltaf frábært að koma til Eyja og kynna fyrir heimamönnum það nýjasta í vörulínu Toyota og Lexus,�?? sagði Kristinn J. Einarsson sölutjóri Toyota. �??Viðtökurnar voru með besta móti og ánægja skein úr augum gesta sem nýttu sér tækifærið og skoðuðu og reynsluóku spennandi nýjungum. Helst ber að nefna nýjan glæsilega valkost í Toyota vörulínunni sem er með yfirbragð jepplings, aksturseiginleika fólksbíls en með veghæð margra smærri jepplinga. Hönnunin er svo undir áhrifum frá lögun demantsins á öllum sviðum sem skarar svo sannarlega fram úr.
Mikill áhugi var því fyrir C-HR, Rav4 og Hilux sem nú skartar �??Invincible 33 tommu�?? breytingarpakka sem fylgir með seldum bílum um þessar mundir og fjölmörg sölumál eru í gangi,�?? sagði Kristinn einnig.
�??�?að var sérstaklega skemmtilegt að koma til Vestmannaeyja og sýna framúrskarandi Lexus sport jeppann RX 450h og einnig jepplinginn NX 300h,�?? sagði Hreggviður Steinar Magnússon, sölustjóri Lexus. �??Báðir lúxusjeppar í hybrid útfærslu sem sameinar kraft en jafnframt hagkvæmni í rekstri. Margir reynsluóku Lexus NX og RX við góðar viðtökur enda sannarlega lúxus kerrur þar á ferðinni.�??
Hreggviður nefndi að Lexus RX fékk árið 2016 verðlaun fyrir vel hannaða innréttingu. �??Hafa þeir báðir fengið gríðarlega góða umfjöllum um hönnun bílsins sem er innblásin af Samurai vígamanninum í fullum herklæðum. En Samurai klæðist innan herklæða silki og því er innra byrði vandað og fágað. Mikill áhugi var fyrir báðum Lexus jeppum,�?? sagði Hreggviður.