Vilhjálmur Árnason alþingismaður boðar til súpufundar á Háaloftinu n.k. fimmtudag á milli kl. 12:00 og 13:00. Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun
Suðurlands mun verða með Vilhjálmi á fundinum. �?eir munu kynna hugmyndir er varða sjúkraflug og ræða stöðu sjúkraflugs í Vestmannaeyjum. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og taka þátt í umræðum um þetta mikilvæga málefni og önnur sem snerta grunnþjónustu
Vestmannaeyja.